• Tilfelli mánaðarins : sigið augnlok í fæðingu [sjúkratilfelli]

      Sæmundur J. Oddsson; Aðalbjörn Þorsteinsson; Lyflækningasvið Landspitala, Reykjavik (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-06-01)
      21 árs gömul heilsuhraust frumbyrja óskaði eftir utanbastsdeyfingu (epidural analgesia) vegna hríðarverkja og var hún þá með 3-4 cm útvíkkun á leghálsi. Vel gekk að koma leggnum fyrir í liðbili L3-L4 og náðist góð verkjastilling með hefðbundinni deyfingu. Engin óvenjuleg brottfallseinkenni frá taugakerfi komu fram og lífsmörk héldust óbreytt. Um 90 mínútum síðar kvartaði konan yfir þyngslatilfinningu hægra megin í andliti og við skoðun sást sigið augnlok þeim megin og þröngt sjáaldur (sjá mynd 1). Hver er sennilegasta greiningin?