• Próteinútfellingar í lungnablöðrum meðhöndlaðar með lungnaskoli

   Ragnheiður M. Jóhannesdóttir; Steinn Jónsson; Felix Valsson; Hrönn Harðardóttir; Ólöf R. Ámundadóttir; Eyþór Björnsson; Sigfús Nikulásson; Tómas Guðbjartsson; Landspítali Hringbraut, Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2014-11)
   Próteinútfellingar í lungnablöðrum (pulmonary alveolar proteinosis, PAP) eru oftast af óþekktum orsökum en meingerð sjúkdómsins er rakin til skertrar átfrumuvirkni í lungnablöðrum sem veldur því að lípóprótein sem líkjast lungnablöðruseyti safnast fyrir í lungnablöðrum og smærri loftvegum.1 Fyrsta tilfellinu var lýst af Rosen og félögum árið 1958.1,2 Algengustu einkenni útfellinganna eru frá lungum, aðallega mæði og hósti. Á lungnamynd og tölvusneiðmyndum sjást dreifðar þéttingar í báðum lungum en greiningin er staðfest með sýnatöku við berkjuspeglun, annaðhvort með vefjasýni eða berkjuskoli og í einstaka tilfellum með opinni sýnatöku. Hér er lýst tilfelli þar sem lungnaskolun í svæfingu reyndist mjög árangursrík. Um er að ræða fyrsta tilfellið sem lýst hefur verið hér á landi.---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
  • Tilfelli mánaðarins : rof á ósæð [sjúkratilfelli]

   Bergrós K. Jóhannesdóttir; Sólveig Helgadóttir; Felix Valsson; Maríanna Garðarsdóttir; Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-03)
   Rúmlega þrítugur karlmaður slasaðist illa þegar bifreið sem hann var farþegi í rann niður bratta hlíð á NA-landi. Hann var fluttur með mikla áverka á brjóstholi og mjóbaki til Egilsstaða, svæfður og fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Við komu þangað, fimm klukkustundum eftir slysið, mældist blóðþrýstingur 100/60 mmHg og púls 110, pH í slagæðablóði var 6,8 og pO2 65mmHg. Blóðrauði var 100 g/L og væg hækkun á hjarta-, lifrar- og brisensímum. Fengnar voru tölvusneiðmyndir sem sýndar eru á myndum 1 og 2. Hvaða áverka má sjá á tölvusneiðmyndunum og hver þeirra getur valdið skyndilegri blæðingu? Hver eru næstu skref í meðferð?