• Tilfelli mánaðarins : höfuðverkur, minnistap og málstol eftir ósæðarlokuskipti [sjúkratilfelli]

      Friðrik Thor Sigurbjörnsson; Már Kristjánsson; Maríanna Garðarsdóttir; Tómas Guðbjartsson; Hjarta-og Lungnaskurðdeild. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-11-01)
      Hálfsjötugur maður sem hafði verið með mígreni leitaði á bráðamóttöku Landspítala átta dögum eftir ósæðarlokuskipti vegna skyndilegs höfuðverkjar, minnistaps og málstols. Aðgerðin gekk vel og var hann settur á hefðbundna 12 vikna warfarínmeðferð í kjölfarið. Við endurinnlögn mældist INR 1,7, CRP 43 mg/L og hvít blóðkorn eðlileg. Einkenni gengu til baka en versnuðu aftur næstu daga með auknu málstoli, rugli og hita. Endurteknar tölvusneiðmyndir af heila og blóðræktanir voru eðlilegar. Fengin var segulómun (T2 vigtuð) (mynd 1). Hver er greiningin og helstu mismunagreiningar? Í hverju felst meðferð?