• Tilfelli mánaðarins : fyrirferð í eista [sjúkratilfelli]

   Birgir Guðmundsson; Bjarni A. Agnarsson; Guðmundur Geirsson; gug@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-09-01)
   Rúmlega fertugur karlmaður leitaði til þvagfæraskurðlæknis vegna sex mánaða sögu um væga verki í hægra eista. Hann var áður hraustur en vinstra eista sem var launeista (cryptoprchidism) hafði verið fjarlægt þegar hann var barn. Við skoðun þreifaðist hægra eista í pung. Það var í stærra lagi, mjúkt en án fyrirferðar. Fengin var ómskoðun sem sýndi 1 cm fyrirferð í miðju eista (mynd 1). Æxlisvísar í blóði mældust eðlilegir en testósterón aðeins undir viðmiðunarmörkum, eða 8,45 nmól/L (viðmiðunarmörk 8,6-29 nmól/L). Ákveðið var að taka sýni úr eistanu í opinni aðgerð og er smásjármynd af æxlinu sýnd á mynd 2. Hver er sjúkdómsgreiningin? Hverjar eru helstu mismunagreiningarnar? Í hverju felst meðferðin?
  • Tilfelli mánaðarins: Kona með blóðmigu og meðvitundarskerðingu

   Ólöf Birna Margrétardóttir; Guðmundur Geirsson; Margrét Agnarsdóttir; Elfar Úlfarsson; Emergency Department, Landspitali University Hospital (2012-07)