• Tilfelli mánaðarins : [augnknattarbólga] [sjúkratilfelli]

      Áslaug Geirsdóttir; Magnús Gottfreðsson; Haraldur Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-10-01)
      36 ára gömul áður hraust kona leitaði til augnlæknis vegna mánaðarsögu um versnandi sjón á vinstra auga. Hún hafði orðið uppvís að sprautumisnotkun sex mánuðum fyrr. Augað var verkjalaust og án roða. Sjón mældist 0,1 á vinstra auga en 1,0 á því hægra. Augnbotn vinstra augans er sýndur á mynd 1, en blæðing sást við sjóntaugina og lítill hvítleitur blettur á makúlu. Einnig mátti greina einstaka frumur í forhólfi augans og hvítleitar þéttingar í glerhlaupi sem sjást á mynd 2. Hver er líklegasta greiningin, hverjar eru helstu mismunagreiningar og hver er besta meðferðin?