• Feitt er oss enn um hjartarætur : „arrhythmogenic right ventricular dysplasia“ [sjúkratilfelli]

   Karl Andersen; Jörgen Albrechtsen; Helgi J. Ísaksson; Gizur Gottskálksson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-02-01)
   Sjúkratilfelli- Fjörutíu og níu ára gamall maður leitaði á heilsugæslu vegna brjóstverkjar. Verkurinn kom skyndilega og án áreynslu, leiddi frá brjósti og upp í höfuð og stóð í 20 mínútur. Undanfarinn hálfan mánuð hafði sjúklingur fundið fyrir endurteknum svimaköstum án tengsla við áreynslu. Hann hafði ekki áður fundið fyrir óþægindum frá hjarta. Heilsugæslulæknir í heimabyggð tók hjartalínurit sem sýndi tíð aukaslög frá sleglum. Sjúklingurinn var því sendur á vaktspítala til nánari rannsókna og meðferðar.
  • Gallsteinn í kviðslitssekk [sjúkratilfelli]

   Guðrún Aspelund; Anna Björg Halldórsdóttir; Helgi J. Ísaksson; Páll Helgi Möller (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-03-01)
   Sjúkratilfelli: Um er að ræða sextíu og sjö ára karlmann sem var lagður inn á handlækningadeild Landspítalans sumarið 1997 með kviðverki, hita og eymsli um ofanverðan kvið. Hann hafði fyrri sögu um kviðverkjaköst sem samrýmdust gallkveisu. Ómskoðun við komu sýndi þykkveggja gallblöðru sem innihélt um 1 sm stóran stein. Gallkögun var gerð og í aðgerðinni kom gat á gallblöðruna þannig að hún tæmdist af galli. Gangur eftir aðgerð var áfallalaus og sjúklingur útskrifaðist við góða líðan á þriðja degi frá aðgerð.
  • Góðkynja meinvarpandi sléttvöðvaæxli [sjúkratilfelli]

   Andri Konráðsson; Helgi J. Ísaksson; Bjarni Torfason; Helgi Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-03-01)
   Fimmtíu og tveggja ára kona leitaði til læknis í janúar 1998 vegna hita og hósta. Hún var talin vera með lungnabólgu og meðhöndluð með sýklalyfjum. Einkennin hurfu en á röntgenmynd af lungum sem tekin var sem hluti af eftirliti sást stakur hnútur í vinstra lunga (mynd 1). Tekin var tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi marga litla hnúta dreifða um bæði lungu og voru þeir stærstu allt að 1,5 sm að stærð (mynd 2). Ómskoðun af lifur, beinaskann, brjóstamyndataka og kvenskoðun leiddu ekki í ljós neinar meinsemdir sem líktust æxlum. Einn hnútanna í hægra lunga þótti liggja vel við ástungu gegnum brjóstvegg og var það reynt tvívegis án þess að nægilegur vefur fengist til greiningar. Í heilsufarssögu sjúklings kemur fram vanstarfsemi á skjaldkirtli og nýrnahettum og tekur sjúklingur að staðaldri hormónalyf til uppbótar vegna þess. Sjúklingur hefur einnig sögu um krampa sem unglingur en ekki hefur borið á þeim í yfir 30 ár. Árið 1982 greindist sjúklingur með æxli í munnvatnskirtli, það var fjarlægt og reyndist vera vel þroskað slímþekjukrabbamein. Ekki hefur borið á endurvexti æxlisins eða meinvörpum fram að þessu. Leg konunnar (en ekki eggjastokkar) var fjarlægt 1986 vegna stækkunar. Við vefjaskoðun komu í ljós fjölmargir sléttvöðvahnútar.
  • Sjúkratilfelli : meinvarp frá endaþarmskrabbameini í andliti

   Emil Vilbergsson; Helgi J. Ísaksson; Páll Helgi Möller (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-02-01)
   This case report describes an 82 year old male who sought medical attention for changes in bowel habits. Colonoscopy revealed a tumor located 10 to 15cm from the anus. Biopsy showed signetring cell adenocarcinoma. The tumor was not resected due peritoneal dissemination and a tumor invasion into the urinary bladder, found intraoperatively. During hospital stay a skin lesion of the face was removed at the request of the patient. Biopsy showed metastatic signetring adenocarcinoma. Colorectal metastatic lesions to the skin are rare findings, especially metastasis to the face. Skin examination in patients with suspected or known malignancies is an important part of the clinical examination. Key words: Rectal cancer, metastases, skin.
  • Tilfelli mánaðarins : [solitary fibrous tumor of the pleura (SFTP)] [sjúkratilfelli]

   Örvar Arnarson; Tryggvi Þorgeirsson; Helgi J. Ísaksson; Orri Einarsson; Friðrik Yngvason; Tómas Guðbjartsson; Skurðeild (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-01-01)
   Tæplega sextug fyrrverandi reykingakona leitaði til heimilislæknis vegna kvefeinkenna. Hún hafði tvisvar gengist undir keiluskurð á leghálsi og annar eggjastokkurinn verið fjarlægður vegna góðkynja fyrirferðar. Við skoðun fundust engar eitlastækkanir og hjarta- og lungnahlustun var eðlileg. Röntgenmynd sýndi þéttingu í hægra lunga (mynd 1) og var því fengin tölvusneiðmynd af brjóstholi (mynd 2). Hver er líklegasta greiningin, hverjar eru helstu mismunagreiningar og meðferð?