• Tilfelli mánaðarins : [Waldenströms macroglobulinemia (WM)] [sjúkratilfelli]

      Barbara Holzknecht; Hlíf Steingrimsdóttir; Bjarni A. Agnarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-07-01)
      Sextíu og tveggja ára karlmaður leitaði til húðsjúkdómalæknis vegna húðbreytinga á hnjám. Hann var ekki með kláða eða óþægindi önnur en þau að buxur nudduðust við breytingarnar og blæddi þá úr þeim. Breytingarnar höfðu verið óbreyttar í nokkra mánuði og engin einkenni frá öðrum líffærum. Útbrotin eru sýnd á mynd 1, en þau voru upphleypt og afmörkuð við hné beggja vegna. Skoðun var að öðru leyti ómarktæk. Tekið var sýni úr húðinni og er HE litun sýnd á mynd 2 og PAS litun á mynd 3. Hann hafði fengið kransæðasjúkdóm og fékk kransæðastíflu 2006. Hann var á eftirtöldum lyfjum: acetylsalicylsýru, metoprólól, candesartan, atorvastatin, isosorbid mononitrat), en annars heilsuhraustur. Hver er líkleg greining og hver eru viðeigandi næstu skref í uppvinnslu