• Hjartastopp hjá unglingsstúlku – sjúkratilfelli

   Valentínus Þ. Valdimarsson; Girish Hirlekar; Oddur Ólafsson; Gylfi Óskarsson; Hróðmar Helgason; Sigurður E. Sigurðsson; Hildur Tómasdóttir; Kristján Eyjólfsson; Tómas Guðbjartsson; Department of Anesthesia and Intensive Care, Landspitali University Hospital (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-12)
   Cardiac arrest is rarely seen in children and teenagers. We present a 12-year old girl with cardiac arrest following myocardial infarction, that required prolonged cardiac massage and extracorporeal-membranous-oxygenation (ECMO). At coronary angiography the left main coronary artery (LMCA) was stented for a suspected coronary dissection. The contraction of the heart improved and the ECMO-treatment was discontinued a week later. The patient was discharged home, but six months later a coronary artery bypass surgery was performed for in-stent restenosis. Further work-up with computed tomography (CT) showed that the LMCA originated from the right aortic sinus instead of the the left one. This case demonstrates how life threatening myocardial infarction can be caused by coronary artery anomalies.
  • Sjúklingur með flókinn, meðfæddan hjartagalla [sjúkratilfelli]

   Hróðmar Helgason; Gunnlaugur Sigfússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-04-01)
   Sjúklingurinn er tæplega þriggja ára gömul stúlka með meðfæddan hjartagalla. Henni var fyrst vísað til skoðunar er hún var fjögurra mánaða gömul vegna mæði og hjartaóhljóðs. Hún fæddist eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu og dafnaði þokkalega vel fyrstu vikurnar. Er hún var eins mánaðar gömul kvefaðist híín en að sögn foreldra var lítil breyting næstu vikurnar. Henni voru gefin sýklalyf og úðalyf vegna astma án verulegs árangurs. Við skoðun var hún með áberandi hjartslátt við þreifingu á brjósti, eðlilegan fyrsta hjartatón en annar hjartatónn var einfaldur og hvellur. Þá hafði hún 3/6 slagbilsóhljóð sem heyrðist yfir öllu brjóstinu og áberandi út í holhönd báðum megin. Einnig náði óhljóðið yfir í lagbil. Hjartarit sýndi hægri öxul og stækkun á hægri slegli. Ómskoðun sýndi að hún var með stórt op á milli slegla, ósæð var yfirstæð (overriding aorta) en engar miðlægar meginlungnaslagæðar sáust. Hjartaþræðing staðfesti niðurstöður ómunar og að auki sást að blóðflæði til lungna kom frá tveimur æðum (collateral æðum) sem komu frá ósæðarboga (mynd 1). Ekki sáust þrengingar í þessum æðum.