• Ópíóíðaeitrun í kjölfar vórikónazólmeðferðar - Sjúkratilfelli

      Arnar Bragi Ingason; Magnús Karl Magnússon; Gunnar Bjarni Ragnarsson; 1) Læknadeild Háskóla Íslands, 2) Lyflækningar krabbameina, Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-07)
      67 ára gömul kona, sem tók langverkandi ópíóíðalyf (oxýkódon) vegna langvarandi brjóstverkja, varð fyrir bráðri ópíóíðaeitrun eftir að hafin var meðferð með vórikónazóli. Vórikónazól er sveppalyf sem getur bælt virkni CYP3A4 sem er niðurbrotsensím í lifur og gegnir lykilhlutverki í umbroti ýmissa lyfja. Í þessu tilfelli jókst sermisstyrkur oxýkódons sem olli alvarlegri ópíóíðaeitrun.