• Tilfelli mánaðarins : ungur drengur með undarleg útbrot [sjúkratilfelli]

      Martin Ingi Sigurðsson; Þórólfur Guðnason; Sigurður Þorgrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-01)
      Foreldrar tveggja ára hrausts drengs leituðu á bráðamóttöku barna. Fjórum vikum áður var barnið bitið af blóðmaur (e. ixodes tick) í Danmörku. Viku fyrir komu fékk drengurinn útbrot á handleggi og síðar komu fram útbrot á fótleggjum. Meðferð með Econazolum (Pevaryl®) að ráði barnalæknis var árangurslaus. Drengurinn hafði ekki önnur einkenni. Hann var hitalaus og líkamsskoðun var ómarkverð utan útbrota á hand- og fótleggjum (mynd 1 og mynd 2). Hver er líklegasta sjúkdómsgreiningin?