• Tilfelli mánaðarins : [solitary fibrous tumor of the pleura (SFTP)] [sjúkratilfelli]

      Örvar Arnarson; Tryggvi Þorgeirsson; Helgi J. Ísaksson; Orri Einarsson; Friðrik Yngvason; Tómas Guðbjartsson; Skurðeild (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-01-01)
      Tæplega sextug fyrrverandi reykingakona leitaði til heimilislæknis vegna kvefeinkenna. Hún hafði tvisvar gengist undir keiluskurð á leghálsi og annar eggjastokkurinn verið fjarlægður vegna góðkynja fyrirferðar. Við skoðun fundust engar eitlastækkanir og hjarta- og lungnahlustun var eðlileg. Röntgenmynd sýndi þéttingu í hægra lunga (mynd 1) og var því fengin tölvusneiðmynd af brjóstholi (mynd 2). Hver er líklegasta greiningin, hverjar eru helstu mismunagreiningar og meðferð?