• Tilfelli mánaðarins : rof á ósæð [sjúkratilfelli]

      Bergrós K. Jóhannesdóttir; Sólveig Helgadóttir; Felix Valsson; Maríanna Garðarsdóttir; Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-03)
      Rúmlega þrítugur karlmaður slasaðist illa þegar bifreið sem hann var farþegi í rann niður bratta hlíð á NA-landi. Hann var fluttur með mikla áverka á brjóstholi og mjóbaki til Egilsstaða, svæfður og fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Við komu þangað, fimm klukkustundum eftir slysið, mældist blóðþrýstingur 100/60 mmHg og púls 110, pH í slagæðablóði var 6,8 og pO2 65mmHg. Blóðrauði var 100 g/L og væg hækkun á hjarta-, lifrar- og brisensímum. Fengnar voru tölvusneiðmyndir sem sýndar eru á myndum 1 og 2. Hvaða áverka má sjá á tölvusneiðmyndunum og hver þeirra getur valdið skyndilegri blæðingu? Hver eru næstu skref í meðferð?