• Tilfelli mánaðarins : drengur með undarleg útbrot [sjúkratilfelli]

      Trausti Óskarsson; Björn Árdal; Sigurður Kristjánsson; Höfundar starfa allir á Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, Reykavík. trausti@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-07-01)
      Tólf ára hraustur drengur leitaði á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins eftir að hafa verið með stækkandi útbrot á útlimum í rúmlega sólarhring. Tveimur dögum áður hafði hann verið í sumarbústað á sólríkum degi og leikið sér að því að skylmast við önnur börn með afhogginni risahvönn, klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Útbrotin byrjuðu sem roði og þeim fylgdi síðan blöðrumyndun, kláði og verkir í útlimum. Á myndum 1 og 2 má sjá útbrotin en þau sáust á öllum útlimum, voru aum viðkomu með bjúg í kring. Hann var með eðlileg lífsmörk, hitalaus og slímhúðir eðlilegar. Drengurinn hafði hvorki fengið ofnæmi né útbrot áður og blóðrannsóknir voru allar eðlilegar. Hver er greiningin, helstu mismunagreiningar og meðferð?