• Sjúkratilfelli : [Sweet´s syndrome] [sjúkratilfelli]

      Unnur Steina Björnsdóttir; Jón Hjaltalín Ólafsson; Guðjón Lárusson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-12-15)
      Útbrot eru iðulega einkenni sýkinga, bæði staðbundinna og blóðborinna. Allir læknar þekkja dæmi um slíkt, svo sem heimakomu og húðblæðingar við heilahimnubólgu. Hins vegar gleymist oft að önnur einkenni sýkinga svo sem hiti og aukning hvítra blóðkorna geta einnig fylgt húðsjúkdómum. Dæmi um þetta er »psoriasis pustulosa« og »erythroderma«. Fleiri slíka sjúkdóma getur rekið á fjörur lækna. Eftirfarandi sjúkratilfelli er dæmi um þetta auk þess sem það er fyrsta slíka tilfellið sem birt er á íslensku.