• Sjúkratilfelli – Mænudrep

      Ólöf Jóna Elíasdóttir; Einar Már Valdimarsson; Taugadeild Sahlgrenskasjúkrahússins, Gautaborg, taugalækningadeild, Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
      Mænudrep vegna blóðþurrðar er sjaldgæft. Vel þekkt er að sjúkdómurinn orsakist af æðakölkun í ósæð eða komi sem fylgikvilli við aðgerð á ósæð. Einkenni sjúkdómsins geta líkst öðrum algengari sjúkdómum og erfitt getur verið að greina hann. Við lýsum tilfelli með drep í mænu af óþekktum toga og ræðum einkenni og horfur. Höfundum er ekki kunnugt um að tilfelli mænudreps hafi verið lýst áður í Læknablaðinu.-------------------------------------------------------------------------------------Spinal cord infarction is a rare disease. The disorder is well known as a result of aorta atherosclerosis or complication of aorta surgery. The disorder can mimic other diseases and be difficult to diagnose. We describe a special case of patient with idiopathic spinal cord infarction. Symptoms and prognosis of the disorder will also be discussed.