• Ehlers-Danlos heilkenni af gerð IV. Sjúkratilfelli og sjúkdómseinkenni

   Signý Ásta Guðmundsdóttir; Páll Helgi Möller; Reynir Arngrímsson; Landspitali The National University Hospital, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-06)
   Lýst er sjúkrasögu og einkennum fullorðins fólks sem hefur greinst með Ehlers-Danlos-heilkenni af gerð IV á Íslandi ásamt yfirliti um öll helstu einkenni sjúkdómsins. Alvarlegir fylgikvillar hafa greinst í fjórum einstaklingum, tveir voru með garnarof við 32 ára aldur, tveir létust eftir ósæðarrof (34 og 44 ára) og einn greindist með víkkun á ósæðarrót (36 ára). Flestir höfðu auk þess vægari einkenni, einkum frá stoðkerfi og húð, svo sem æðahnúta, voru marblettagjarnir, voru með þunna húð og bersæjar bláæðar, endurtekin liðhlaup eða ilsig. Hvorki legbrestur né fyrirburafæðingar greindust hjá konum. Meðferðarúrræðum og tillögum að reglubundnu eftirliti eru gerð skil í greininni.
  • Karlmaður með lækkað natríum, slappleika og megrun vegna æxlis í heiladingli

   Guðni Arnar Guðnason; Sigríður Þórdís Valtýsdóttir; Trausti Valdimarsson; Stefán Þorvaldsson; Þorvaldur Magnússon; Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-04)
   Tæplega áttræður karlmaður var lagður inn á sjúkrahús til endurhæfingar eftir aflimun á fæti þremur mánuðum fyrr. Vegna vöðvarýrnunar og slappleika var fyrirhugaðri þjálfun með gervilim frestað. Líðan sjúklings hrakaði jafnt og þétt og rannsóknir sýndu meiri lækkun á natríum í sermi. Uppvinnsla leiddi í ljós skort á heiladingulshormónum sem reyndist stafa af æxli í heiladingli. Eftir að uppbótarmeðferð með kortisóli, þýroxíni og testósteróni var hafin lagaðist ástand sjúklings til muna og natríumgildi leiðréttust.
  • Risaæxli í hóstarkirtli – sjúkratilfelli

   Elín Maríusdóttir; Karl Erlingur Oddason; Sigfús Nikulásson; Tómas Guðbjartsson; Hjarta- og lungnaskurðdeild, meinafræðideild Landspítala, Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014)
   Thymomas are usually benign tumors and are most often found in the anterior mediastinum. We report a rare case of a giant tumor in the right hemithorax that originated in the thymus. The tumor was 15x8 cm and histology revealed a type AB thymoma. The tumor was removed and the patient is doing well and is without symptoms two years after the operation. Key words: Thymoma, abdominal pain, giant tumor, mediastinum.
  • Stífkrampi – tilfelli og yfirlit

   Bjarni Guðmundsson; Albert Páll Sigurðsson; Anna S. Þórisdóttir; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-04)
   79 ára bónda var vísað á Landspítala þar sem hann hafði ekki getað opnað munninn í þrjá daga. Við skoðun voru tyggingarvöðvar spenntir. Talið var að þetta væri stífkrampi eða los á kjálkaliði. Reynt var að setja hann í lið án árangurs. Síðar bar á öndunarörðugleikum sem ágerðust. Bóndinn fór á gjörgæslu í öndunarvél. Hann hafði stungið sig í fingur á gaddavír við landbúnaðarstörf nokkru áður. Hann hafði ekki fengið stífkrampabólusetningu í mörg ár og óljóst var um grunnbólusetningu. Gefið var stífkrampa-ónæmisglóbúlín og sýklalyf. Síðar fékk hann truflun á ósjálfráða taugakerfinu auk gjörgæslu-úttaugameins. Hann lá 45 daga á gjörgæslu og útskrifaðist heim eftir 8 mánaða legu. Ástandið hefur lagast og er hann nú að mestu leyti sjálfbjarga. Í greininni er farið yfir tilfellið og gefið yfirlit yfir stífkrampa.
  • Tilfelli mánaðarins : Óboðinn gestur frá Afríku

   Dagur Ingi Jónsson; Erling Ólafsson; Magnús Gottfreðsson; Landspitali, Natturufraedistofnun Islands, Háskóli Islands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-11)
  • Tilfelli mánaðarins : þvagsýrugigt [sjúkratilfelli]

   Sverrir Ingi Gunnarsson; Tómas Guðbjartsson; Arni Jón Geirsson; sverrirgunnarsson@gmail.com (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-11-01)
   67 ára gamall karlmaður leitaði á slysadeild Landspítala með þriggja daga sögu um verk og bólgu í vísifingri vinstri handar. Hann hafði sögu um kransæðasjúkdóm, hjartabilun og gáttaflökt en einnig vanstarfsemi á skjaldkirtli og vægt skerta nýrnastarfsemi. Hann tók eftirfarandi lyf; metoprólól, valsartan, spíronolaktón, hjartamagnýl, furósemíð, levóthyroxín og allopúrínól. Hann hafði áður fundið fyrir svipuðum einkennum frá stórutá á hægri fæti. Við skoðun var fingurinn bólginn (mynd 1) með hvítum skellum undir húðinni (gul ör). Stungið var á einni af skellunum og tæmdist út seigfljótandi hvítur vökvi. Smásjárskoðun á vökvanum er sýnd á mynd 2 í skautuðu ljósi. Hver er greiningin, hvað heita skellurnar og hver er besta meðferð?
  • Tilfelli mánaðarins: Kona með blóðmigu og meðvitundarskerðingu

   Ólöf Birna Margrétardóttir; Guðmundur Geirsson; Margrét Agnarsdóttir; Elfar Úlfarsson; Emergency Department, Landspitali University Hospital (2012-07)