• Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli

   Anna Höskuldsdóttir,; Höskuldur Kristvinsson,; Hallgrímur Guðjónsson; Arnar Geirsson; Tómas Guðbjartsson; Landspítali, hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítali, almennri skurðlækningadeild, landspítali, meltingarlækningadeild (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-09)
   Algengustu fyrirferðir í framanverðu miðmæti eru góðkynja æxli í hóstarkirtli en illkynja fyrirferðir eru líka vel þekktar. Hér er lýst tæplega sextugri konu með vaxandi kyngingaróþægindi og fyrirferð á hálsi. Tölvusneiðmyndir sýndu tæplega 6 cm stóra vel afmarkaða vökvafyllta blöðru ofarlega í framanverðu miðmæti. Blaðran var fjarlægð með skurðaðgerð og reyndist vera góðkynja kalkkirtlablaðra. Kyngingareinkenni hurfu en mælingar á kalkvaka og kalsíum í sermi bæði fyrir og eftir aðgerð voru eðlilegar. Kalkkirtlablöðrur í miðmæti eru afar sjaldgæfar en innan við 100 tilfellum hefur verið lýst í heiminum. Lýst er fyrsta íslenska tilfellinu.____________________________________
  • Rauðkyrningabólga í vélinda í börnum - tvö sjúkratilfelli

   Lúther Sigurðsson; Úlfur Agnarsson; Ari V Axelsson; Barnadeild lækna- og lýðheilsuskóla Háskólans í Wisconsin, Barnaspítala Hringsins, Landspitala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
   Rauðkyrningabólga í vélinda er tiltölulega nýr sjúkdómur, fyrst lýst 1978, en hefur hlotið aukna athygli síðastliðinn áratug. Í fyrstu aðallega í börnum og unglingum en síðan einnig í fullorðnum. Í yngri börnum eru vanþrif og uppköst aðaleinkenni en í eldri börnum og fullorðnum kyngingarörðugleikar, brjóstverkir og jafnvel þrengingar í vélinda. Tengsl eru sterk við ofnæmi og orsökin er oftast viðbrögð við ákveðnum fæðuflokkum. Greining rauðkyrningabólgu er fyrst og fremst byggð á vefjasýnum frá vélindaspeglun en einnig þurfa að vera til staðar einkenni sem samrýmast bólgunni og jafnframt þarf að útiloka bakflæði sem undirliggjandi orsök rauðkyrningabólgu. Bólgan þarf að vera einskorðuð við vélinda. Meðferð er að forðast ákveðnar fæðutegundir og stundum lyfjameðferð. Í þessari samantekt lýsum við ólíkum birtingarformum þessa sjúkdóms í tveimur börnum.---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------Eosiniophilic Esophagitis (EoE) is a relatively new disease which was first reported in 1978 but increasingly diagnosed in the last 15 years. Initially EoE was mainly described in children but later also recognized in adults. In infants it presents as a food refusal, failure to thrive and vomiting. In older children and adults symptoms include chest pain dysphagia, oesophageal food impaction and even strictures on endoscopy. The etiology of EoE is often food allergy. Diagnosis is made on biopsies from the oesophagus and by excluding other causes of eosophageal eosinophilia. It is treated by eliminating the offending food groups or using local corticosteroids. We describe different presentation of eosinophilic esophagitis in two children and discuss diagnosis and treatment.
  • Tilfelli mánaðarins : [Waldenströms macroglobulinemia (WM)] [sjúkratilfelli]

   Barbara Holzknecht; Hlíf Steingrimsdóttir; Bjarni A. Agnarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-07-01)
   Sextíu og tveggja ára karlmaður leitaði til húðsjúkdómalæknis vegna húðbreytinga á hnjám. Hann var ekki með kláða eða óþægindi önnur en þau að buxur nudduðust við breytingarnar og blæddi þá úr þeim. Breytingarnar höfðu verið óbreyttar í nokkra mánuði og engin einkenni frá öðrum líffærum. Útbrotin eru sýnd á mynd 1, en þau voru upphleypt og afmörkuð við hné beggja vegna. Skoðun var að öðru leyti ómarktæk. Tekið var sýni úr húðinni og er HE litun sýnd á mynd 2 og PAS litun á mynd 3. Hann hafði fengið kransæðasjúkdóm og fékk kransæðastíflu 2006. Hann var á eftirtöldum lyfjum: acetylsalicylsýru, metoprólól, candesartan, atorvastatin, isosorbid mononitrat), en annars heilsuhraustur. Hver er líkleg greining og hver eru viðeigandi næstu skref í uppvinnslu
  • Tilfelli mánaðarins. Kona á fertugsaldri með kyngingarörðugleika og brjóstverki

   Helena Árnadóttir; Hallgrímur Guðjónsson; Margrét Sigurðardóttir; Sigurður Blöndal; Tómas Guðbjartsson; Landspítali Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-11)
  • Tilfelli mánaðarins: Kona með blóðmigu og meðvitundarskerðingu

   Ólöf Birna Margrétardóttir; Guðmundur Geirsson; Margrét Agnarsdóttir; Elfar Úlfarsson; Emergency Department, Landspitali University Hospital (2012-07)