• Feitt er oss enn um hjartarætur : „arrhythmogenic right ventricular dysplasia“ [sjúkratilfelli]

   Karl Andersen; Jörgen Albrechtsen; Helgi J. Ísaksson; Gizur Gottskálksson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-02-01)
   Sjúkratilfelli- Fjörutíu og níu ára gamall maður leitaði á heilsugæslu vegna brjóstverkjar. Verkurinn kom skyndilega og án áreynslu, leiddi frá brjósti og upp í höfuð og stóð í 20 mínútur. Undanfarinn hálfan mánuð hafði sjúklingur fundið fyrir endurteknum svimaköstum án tengsla við áreynslu. Hann hafði ekki áður fundið fyrir óþægindum frá hjarta. Heilsugæslulæknir í heimabyggð tók hjartalínurit sem sýndi tíð aukaslög frá sleglum. Sjúklingurinn var því sendur á vaktspítala til nánari rannsókna og meðferðar.
  • Hjartastopp hjá unglingsstúlku – sjúkratilfelli

   Valentínus Þ. Valdimarsson; Girish Hirlekar; Oddur Ólafsson; Gylfi Óskarsson; Hróðmar Helgason; Sigurður E. Sigurðsson; Hildur Tómasdóttir; Kristján Eyjólfsson; Tómas Guðbjartsson; Department of Anesthesia and Intensive Care, Landspitali University Hospital (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-12)
   Cardiac arrest is rarely seen in children and teenagers. We present a 12-year old girl with cardiac arrest following myocardial infarction, that required prolonged cardiac massage and extracorporeal-membranous-oxygenation (ECMO). At coronary angiography the left main coronary artery (LMCA) was stented for a suspected coronary dissection. The contraction of the heart improved and the ECMO-treatment was discontinued a week later. The patient was discharged home, but six months later a coronary artery bypass surgery was performed for in-stent restenosis. Further work-up with computed tomography (CT) showed that the LMCA originated from the right aortic sinus instead of the the left one. This case demonstrates how life threatening myocardial infarction can be caused by coronary artery anomalies.
  • Tilfelli mánaðarins : óvæntar breytingar á hjartalínuriti [sjúkratilfelli]

   Berglind Aðalsteinsdóttir; Maríanna Garðarsdóttir; Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-10-01)
   deildarlæknir Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir Davíð O. Arnar hjartalæknir Fjörutíu og tveggja ára gömul kona sem hafði verið með svæsna iktsýki um nokkurra ára skeið lagðist inn til lyfjameðferðar. Hún hafði verið heilsuhraust, fyrir utan gigtarsjúkdóminn, og hafði ekki fundið fyrir einkennum um hjartasjúkdóm. Konan hafði farið í hjartaþræðingu tveimur árum áður vegna vægra T-bylgjubreytinga í leiðslum V1 – V3 á hjartalínuriti en reyndist vera með eðlilegar kransæðar. Ómskoðun af hjarta á þeim tíma var einnig eðlileg. Hún tók eftirfarandi lyf við innlögn; T. Naproxen 375 mg 1x2, T. Losec 20 mg 1x1, T. Prednisólon 5 mg 1x1 og T. Methotrexat 15 mg á viku. Við innlögn var tekið nýtt hjartalínurit. Það sýndi óvænt verulegar breytingar (mynd 1). Hún var einkennalaus frá hjarta á þeim tíma. - Hvað er afbrigðilegt við þetta hjartalínurit og hverjar eru helstu mismunagreiningarnar?
  • Tilfelli mánaðarins : takttruflun með gleiðum QRS samstæðum [sjúkratilfelli]

   Holzknecht, Barbara J; Davið O. Arnar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-03-01)
   Fimmtíu og fjögurra ára gamall karlmaður leitaði á heilsugæslustöð á Suðurlandi vegna brjóstverks. Verkurinn hafði komið skyndilega og var á bak við bringubein með leiðni út í vinstri handlegg. Verkurinn var í upphafi slæmur en skánaði síðan. Maðurinn fann fyrir vægri ógleði samfara verknum. Hann hafði aldrei áður fundið fyrir svipuðum einkennum og fyrir utan sögu um reykingar var fyrri saga ómarkverð. Við skoðun á heilsugæslustöðinni, tæplega tveimum klukkustundum frá upphafi einkenna, var hann nýorðinn verkjalaus og mældist blóðþrýstingur 163/84 og púls 94. Hlustun á hjarta- og lungum var eðlileg sem og önnur líkamsskoðun. Fyrsta hjartalínurit sýndi sínustakt með tíðum aukaslögum frá sleglum. Annað rit var tekið mínútu síðar (mynd 1) en sjúklingurinn var þá verkjalaus, með góða meðvitund og lífsmörk héldust eðlileg. Um hvaða takt er að ræða og við hvaða aðstæður getur hann helst sést?