• Pisa-heilkenni – sjúkratilfelli

      Freyr Gauti Sigmundsson; Strömqvist, Fredrik; Bjarki Karlsson; 1) Bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Örebro og Sjúkrahúsinu á Akureyri 2) bæklunardeild Háskólasjúkrahússins í Malmö, 3) Sjúkrahúsinu á Akureyri. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-05)
      Sextíu og sex ára kona með Parkinson-sjúkdóm leitaði til bæklunarlækna vegna erfiðra bakverkja. Konan hafði á skömmum tíma fengið hryggskekkju og göngugeta hennar hafði samtímis skerst. Konan var greind með hryggþröng (spinal stenosis) og hið sjaldgæfa Pisa-heilkenni sem stundum er fylgifiskur Parkinson-sjúkdóms. Í skurðaðgerð var hryggskekkjan rétt af og tveimur árum síðar var konan verkjalaus og göngugeta hennar hafði batnað verulega. Vandamál tengd bakskurðaðgerðum hjá fólki með Parkinson-sjúkdóm eru flókin og mikilvægt er að rétt aðgerð sé framkvæmd frá byrjun. Hér er lýst skurðmeðferð hjá konu með Parkinson-sjúkdóm og Pisa-heilkenni.