• Tilfelli mánaðarins : [margúll í kviðvöðva] [sjúkratilfelli]

      Halla Viðarsdóttir; Páll Helgi Möller; hallavi@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-04-01)
      Sextíu og fimm ára kona leitaði á bráðamóttöku eftir nokkurra klukkustunda slæman, stöðugan verk um neðanverðan kvið sem kom í kjölfar kröftugs hósta. Hún hafði ekki fundið fyrir slíkum verk áður. Hún var almennt hraust og tók engin lyf. Við skoðun fannst um fimm cm. fyrirferð í vinstri neðri fjórðungi kviðar og var ávöl 5 cm sem var aum viðkomu. Blóðrannsóknir voru allar eðlilegar, þar á meðal blóðhagur, elektrólýtar, kreatínin og CRP. Strimilspróf af þvagi var einnig eðlilegt. Tekin var tölvusneiðmynd af kvið sem sýnd er á mynd 1.