• Bacteroides mjúkvefjasýking í brjóstvegg í tengslum við ristilkrabbamein [sjúkratilfelli]

   Þorvarður R. Hálfdanarson; Örn Thorstensen; Runólfur Pálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-09-01)
   Sjúkratilfelli Sjötugur karlmaður var lagður inn á lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna hita og brjóstverkjar. Veikindi hófust tveimur dögum fyrir innlögn með kuldahrolli og 40°C hita og daginn eftir fór að bera á vaxandi verk í framanverðum brjóstkassa, neðan hægra viðbeins. Verkurinn var ótengdur öndun og var um tíma illþolanlegur. Við nánari eftirgrennslan lýsti hann vaxandi óþægindum ofan við lífbein undanfarna mánuði. Þá hafði hann lést um nokkur kílógrömm og fundið fyrir vaxandi magnleysi. Fyrri saga var einungis markverð fyrir hjartsláttartruflanir sem hann tók verapamil við. Við skoðun var sjúklingur veikindalegur. Hiti var 39,6°C, blóðþrýstingur 165/85, púls 75 slög á mínútu og öndunartíðni 18. Meðvitund var eðlileg. Eymsli voru við þreifingu á brjóstkassa neðan hægra viðbeins en þar var sérstaklega aumt svæði, um 2 cm í þvermál. Einnig þreifieymsli yfir vöðvum hægri axlar. Engin litarbreyting var sjáanleg á húð á þessum svæðum og enginn þroti var til staðar. Hlustun lungna og hjarta var eðlileg. Kviður var lítillega þaninn með vægum eymslum ofan lífbeins. Endaþarmsskoðun var eðlileg og próf fyrir blóð í saur var neikvætt.
  • Beriberi áratug eftir magahjáveituaðgerð – sjúkratilfelli

   Linda Ó. Árnadóttir; Svanur Sigurbjörnsson; Tómas Guðbjartsson; læknadeild Háskóla Íslands‚ skurðsviði Landspítala, slysa- og bráðadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-11-03)
  • Blöðrur á gallvegum – sjúkratilfelli

   Karl Kristinsson; Kristín Huld Haraldsdóttir; Páll Helgi Möller; Department of Surgery, Landspitali, Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-07)
   Birtingarmynd gallvegablaðra er fjölbreytt og við uppvinnslu þeirra beinist grunur að algengari sjúkdómum eins og gallsteinum, gallblöðrubólgu eða brisbólgu. Frumgreining er gerð með ómskoðun en í kjölfarið fylgja sértækari myndgreiningar eins og segulómun af gall- og brisgöngum (magnetic resonance cholangiopancreatography) eða holsjárröntgenmyndataka af gall- og brisgöngum (endoscopic retrograde cholangiopancreatography). Hætta á illkynja umbreytingu gallvegablaðra er þekkt og er tíðnin um 10-30%. Meðferð felst í brottnámi með skurðaðgerð. Gallvegablöðrur eru sjaldgæfar og á árunum 2000-2010 greindust þrjú tilfelli á Íslandi. Hér á eftir fer lýsing á einu þessara tilfella ásamt stuttu yfirliti yfir birtingarmynd, greiningu, meðferð og horfur.
  • Brátt blóðþurrðarslag hjá unglingsstúlku - sjúkratilfelli

   Anna Stefánsdóttir; Áskell Löve; Sóley Guðrún Þráinsdóttir; Pétur Lúðvígsson; Háskóli Íslands, Röntgendeild Landspítala , Taugadeild Landspítala, Barnaspítala Hringsins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015)
   During soccer practice a fifteen year old girl experienced a sudden onset of pain in the left side of her neck and collapsed. Upon arrival at the emergency room she had right hemiparesis and expressive aphasia. On CT angiography a left carotid arterial dissection was suspected. Symptoms improved during the first threedays but worsened again on the fourth and a CT scan showed an ischemic area in the brain. Conventional angiography showed decreased perfusion in the left middle cerebral artery but no evidence of dissection or thrombus. The most likely diagnosis was thought to be reverse cerebral vasoconstriction syndrome and the girl was treated with calcium channel inhibitors. Here we report the case and review the literature.
  • Drep í fingrum í kjölfar ísetningar slagæðaleggja - sjúkratilfelli

   Atli Steinar Valgarðsson; Sigurbergur Kárason; Elín Laxdal; Kristín Huld Haraldsdóttir; 1 Skurðlækningadeild, 2 svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3 læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-12)
   Inngangur: Notkun slagæðaleggja er algeng hjá gjörgæslusjúklingum vegna þarfar fyrir rauntímaupplýsingar um blóðþrýsting og vökva­ástand sem notaðar eru til að stýra meðferð ásamt því að vera notaðir til blóðsýnatöku. Alvarlegir fylgikvillar eru afar sjaldgæfir, en varanlegur blóðþurrðarskaði kemur fyrir hjá færri en 0,1% sjúklinga. Tilfelli: Hér er sagt frá sjúklingi í sýklasóttarlosti á gjörgæsludeild sem gekkst undir aðgerð vegna rofs á skeifugörn. Á annarri viku komu fram einkenni blóðþurrðar í öllum fingrum vinstri handar. Sjúklingurinn var fjölveikur, hafði þurft háa skammta af æðavirkum lyfjum og þurfti endurtekið að skipta um slagæðaleggi í mismunandi slagæðum, meðal annars í sveifarslagæð og ölnarslagæð vinstri handar. Beitt var blóðþynnandi meðferð sem sjúklingurinn þoldi ekki vegna blæðinga frá meltingarvegi og því dregið úr henni. Átta vikum síðar hafði afmarkast drep í öllum fingrum vinstri handar og í kjölfarið var framkvæmd aðgerð þar sem hluti af fingrum II-V voru fjarlægðir en ekki þurfti að gera aðgerð á þumli. Orsök drepsins er talin vera margþætt, meðal annars undirliggjandi ástands sjúklings, blóðsegi eða blóðþurrð í kjölfar ísetningar slagæðaleggja. Ályktun: Hér er lýst vel þekktum en mjög sjaldgæfum fylgikvilla slagæðaleggsísetningar og lögð fram tillaga að meðferðarferli sjúklinga með einkenni um blóðþurrðardrep í fingrum.
  • Ehlers-Danlos heilkenni af gerð IV. Sjúkratilfelli og sjúkdómseinkenni

   Signý Ásta Guðmundsdóttir; Páll Helgi Möller; Reynir Arngrímsson; Landspitali The National University Hospital, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-06)
   Lýst er sjúkrasögu og einkennum fullorðins fólks sem hefur greinst með Ehlers-Danlos-heilkenni af gerð IV á Íslandi ásamt yfirliti um öll helstu einkenni sjúkdómsins. Alvarlegir fylgikvillar hafa greinst í fjórum einstaklingum, tveir voru með garnarof við 32 ára aldur, tveir létust eftir ósæðarrof (34 og 44 ára) og einn greindist með víkkun á ósæðarrót (36 ára). Flestir höfðu auk þess vægari einkenni, einkum frá stoðkerfi og húð, svo sem æðahnúta, voru marblettagjarnir, voru með þunna húð og bersæjar bláæðar, endurtekin liðhlaup eða ilsig. Hvorki legbrestur né fyrirburafæðingar greindust hjá konum. Meðferðarúrræðum og tillögum að reglubundnu eftirliti eru gerð skil í greininni.
  • Emetophobia: sjúklegur ótti við uppköst og ógleði

   Kolfinna Snæbjarnardóttir; Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóla Íslands, geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-05)
   Emetophobia is an intense, irrational fear or anxiety of or pertaining to vomiting. It is classified among specific phobias in ICD-10 and DSM-IV. This disorder is often hidden because of the shame associated with it among sufferers. As a result emetophobia has been studied less than most other anxiety disorders. Not much is known about the epidemiology, treatment and outcome of this disorder. We describe a woman in her thirties who has been living with emetophobia since she experienced emesis two successive Christmas Eves as a child. Subsequently her fear of vomiting has influenced many aspects of her daily life.
  • Endurtekin krampaköst hjá ungri konu – sjúkratilfelli

   Guðrún Mist Gunnarsdóttir; Arna Guðmundsdóttir; Per Hellman; Peter Stålberg; 1 Landspítala, 2 háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíþjóð (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-07-05)
   A previously healthy 18 year old female has repeated admissions over a six week period to the emergency department because of seizures. She has no previous history of epilepsy and denies any drug use. Imaging and electroencephalogram do not indicate epilepsy. Blood sugar levels are low on two occasions, 1.3 mmol / L and 1.7mmól / L (4.0 - 6.0 mmol / L). After further investigations the suspicion of an insulin-producing tumor arises. Extensive research and imaging is conducted to look for tumor growth without any findings. Subsequently she was sent abroad for further evaluation with a 11C-5HTP-PET scan, selective angiography with celiacography and an intra-arterial calcium stimulation test. She was diagnosed with nesidioblastosis. Here we will discuss the presentation and work-up of the medical case and review this rare causative disease
  • Erlent tónfall eftir heiladrep [sjúkratilfelli]

   María K. Jónsdóttir; Magnús Haraldsson; Þóra Sæunn Úlfsdóttir; Einar Már Valdimarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-07-01)
   Þrjátíu og sjö ára gömul kona veiktist með skyndilegri taltruflun. Hún gat hvorki tjáð sig munnlega né skriflega en fannst hún skilja það sem við hana var sagt og geta hugsað það sem hún vildi segja. Daginn eftir var hún farin að tala aftur en með óeðlilegu tónfalli og áherslum. Hún var einnig þvoglumælt og hafði málfræðistol. Við skoðun tveimur dögum síðar fundust engin brottfallseinkenni utan taltruflana og tölvusneiðmynd af höfði var eðlileg. Sex vikum eftir fyrstu einkenni var konan lögð inn á endurhæfinga- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til ítarlegri rannsókna. Þá var tónfall tals með nokkuð sterkum erlendum hreim. Rödd var hás og rám en tónstyrkur var góður. Áherslur og lengd hljóða voru ekki í samræmi við íslenska málvenju og oft fengu öll atkvæði orða jafna áherslu. Hún kvað mjög skýrt að og í samfelldu tali varð ekki eðlilegur samruni hljóða. Henni gekk illa að breyta tónfalli í setningum eftir fyrirmælum og gekk illa að heyra mun á mismunandi tónfalli. Öll myndun stakra hljóða var þó eðlileg. Í 364 orða frásögn kom tvisvar fyrir að hún notaði eitt sérhljóð fyrir annað og einkenndi það tal hennar að nota raddað /r/ í stað óraddaðs /r/. Að auki einkenndist tal hennar af óeðlilega löngum sérhljóðum. Orðgleymska var mjög væg en að öðru leyti var mál fullkomlega eðlilegt og tal liðugt þó hún talaði fremur hægt. Engar vitsmunalegar truflanir voru til staðar. Bæði yrt og óyrt minni var eðlilegt, sjónræn úrvinnsla var góð og á óyrtu rökverkefni stóð hún sig betur en 75% samanburðarhóps. Tölvusneiðmynd af höfði, hjartalínurit og ómskoðun af hjarta voru án sjúklegra breytinga. Segulómun sýndi ummerki heiladreps ofan til á framanmiðjufellingu (gyrus pre-centralis) (mynd 1). Við ómskoðun á hálsæðum sást hvirfilstreymi og hraðaaukning á blóðstreymi í vinstri innri hálsslagæð. Hálsæðamynd sýndi stutta þrengingu á vinstri innri hálsslagæð. Þessi breyting er talin orsök segamyndunar og blóðreks til heila. Konan var sett á magnyl og fékk talþjálfun. Einkennin gengu vel til baka á næstu mánuðum og eru nú tæpast merkjanleg nema þeim sem þekkja til sögu hennar.
  • Feitt er oss enn um hjartarætur : „arrhythmogenic right ventricular dysplasia“ [sjúkratilfelli]

   Karl Andersen; Jörgen Albrechtsen; Helgi J. Ísaksson; Gizur Gottskálksson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-02-01)
   Sjúkratilfelli- Fjörutíu og níu ára gamall maður leitaði á heilsugæslu vegna brjóstverkjar. Verkurinn kom skyndilega og án áreynslu, leiddi frá brjósti og upp í höfuð og stóð í 20 mínútur. Undanfarinn hálfan mánuð hafði sjúklingur fundið fyrir endurteknum svimaköstum án tengsla við áreynslu. Hann hafði ekki áður fundið fyrir óþægindum frá hjarta. Heilsugæslulæknir í heimabyggð tók hjartalínurit sem sýndi tíð aukaslög frá sleglum. Sjúklingurinn var því sendur á vaktspítala til nánari rannsókna og meðferðar.
  • Fyrirferð í kletthluta gagnaugabeins [sjúkratilfelli]

   Hannes Petersen; Hannes Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-03-01)
   Saga: Fimmtugur hraustur karlmaður leitaði á göngudeild háls-, nef- og eyrnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur síðsumars 1997 vegna hratt vaxandi hæsis, svima og heyrnarleysis á hægra eyra. Hæsinu fylgdi hvorki hósti né uppgangur og því síður öndunarerfiðleikar. Sviminn var kröftugur huglægur svimi (rotatory vertigo) sem kom í köstum með ógleði og uppköstum en milli svimakasta hafði sjúklingur óstöðugleikatilfinningu. Heyrnarleysinu fylgdi hella, suð og þrýstingstilfinning fyrir hægra eyra. Einkennum fjölgaði, kyngingarerfiðleikar með ónotum í hálsi fóru að gera vart við sig svo og erfiðleikar með að lyfta hægri hendi. Sjúklingur rekur upphaf einkenna sinna aftur til ársins 1993 en þá leitaði hann fyrst til læknis vegna skyndilegs heyrnartaps (sudden deafness) á hægra eyra og svima. Vandamál sjúklings var þá greint sem sjúkdómur Meniéres og meðhöndlaður með þvagræsilyfjum en við þá meðferð varð heyrnin eðlileg þó svo svimi gerði vart við sig af og til. Sjúklingurinn reykti ekki, hann hafði enga króníska sjúkdóma í helstu líffærakerfum, tók engin lyf reglulega og hafði ekkert þekkt ofnæmi.
  • Gallsteinn í kviðslitssekk [sjúkratilfelli]

   Guðrún Aspelund; Anna Björg Halldórsdóttir; Helgi J. Ísaksson; Páll Helgi Möller (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-03-01)
   Sjúkratilfelli: Um er að ræða sextíu og sjö ára karlmann sem var lagður inn á handlækningadeild Landspítalans sumarið 1997 með kviðverki, hita og eymsli um ofanverðan kvið. Hann hafði fyrri sögu um kviðverkjaköst sem samrýmdust gallkveisu. Ómskoðun við komu sýndi þykkveggja gallblöðru sem innihélt um 1 sm stóran stein. Gallkögun var gerð og í aðgerðinni kom gat á gallblöðruna þannig að hún tæmdist af galli. Gangur eftir aðgerð var áfallalaus og sjúklingur útskrifaðist við góða líðan á þriðja degi frá aðgerð.
  • Góðkynja meinvarpandi sléttvöðvaæxli [sjúkratilfelli]

   Andri Konráðsson; Helgi J. Ísaksson; Bjarni Torfason; Helgi Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-03-01)
   Fimmtíu og tveggja ára kona leitaði til læknis í janúar 1998 vegna hita og hósta. Hún var talin vera með lungnabólgu og meðhöndluð með sýklalyfjum. Einkennin hurfu en á röntgenmynd af lungum sem tekin var sem hluti af eftirliti sást stakur hnútur í vinstra lunga (mynd 1). Tekin var tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi marga litla hnúta dreifða um bæði lungu og voru þeir stærstu allt að 1,5 sm að stærð (mynd 2). Ómskoðun af lifur, beinaskann, brjóstamyndataka og kvenskoðun leiddu ekki í ljós neinar meinsemdir sem líktust æxlum. Einn hnútanna í hægra lunga þótti liggja vel við ástungu gegnum brjóstvegg og var það reynt tvívegis án þess að nægilegur vefur fengist til greiningar. Í heilsufarssögu sjúklings kemur fram vanstarfsemi á skjaldkirtli og nýrnahettum og tekur sjúklingur að staðaldri hormónalyf til uppbótar vegna þess. Sjúklingur hefur einnig sögu um krampa sem unglingur en ekki hefur borið á þeim í yfir 30 ár. Árið 1982 greindist sjúklingur með æxli í munnvatnskirtli, það var fjarlægt og reyndist vera vel þroskað slímþekjukrabbamein. Ekki hefur borið á endurvexti æxlisins eða meinvörpum fram að þessu. Leg konunnar (en ekki eggjastokkar) var fjarlægt 1986 vegna stækkunar. Við vefjaskoðun komu í ljós fjölmargir sléttvöðvahnútar.
  • Heilkenni Gardners [sjúkratilfelli]

   Guðrún Aspelund; Tómas Jónsson; Jón Gunnlaugur Jónasson; Hallgrímur Guðjónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-12-01)
   Saga: Árið 1991 fékk 25 ára gömul kona framfall á ristilsepa gegnum endaþarmsop skömmu fyrir fæðingu sins fyrsta barns. Him hafði ekki önnur einkenni frá meltingarfærum. Ekki var saga um ristilsepa í fjölskyldu en sjúklingur átti foreldra og sex yngri hálfsystkini á lífi. Í heilsufarssögu var helst íhugunarefni að 1984, þegar sjúklingur var 17 ára, var fjarlægður fjöldi tannhnúta (odontoma), sem hindruðu uppkomu fullorðinstanna úr efri og neðri kjálka sjúklings (mynd 1). Skoðun: Við skoðun 1991 var sjúklingur of feitur, þungunarrákir (striae gravidarum) á kviði en kviðskoðun annars neikvæð. Kríueggsstór harður hnútur þreifaðist á hnakka. Einnig þreifaðist hnúður á lendhrygg og öðru handarbaki. Rannsóknir: Almenn blóðpróf voru eðlileg. Gerð var 50 cm long ristilspeglun sem sýndi sepager (polyposis) eins langt og skoðað var. Separnir voru 1 mm til 4 cm í þvermál, flestir og stærstir í endaþarmi og þeir stærstu virtust vera á stuttum stilk. Tekin voru fjölmörg vefja-sýni sem sýndu sepa af kirtilfrumugerð. Speglun efri hluta meltingarvegar sýndi fjóra litla flata sepa í hellis- (antrum) hluta maga og óteljandi flata sepa í skeifugörn, 1-8 mm að stærð. . Þessir separ voru einnig af kirtilfrumugerð með vægri atýpíu. Engar illkynja breytingar fundust. Röntgenrannsókn af smágirni var eðlileg. Röntgenmynd af höfuðkúpu sýndi beingadd (exostosis) út úr hnakkabeini. Kjálkasneiðmynd (orthopanotomogram) sýndi kalkskellur undir tannrótum augntanna en engar aukatennur. Röntgenmyndir af öllum útlimabeinum og hrygg voru eðlilegar.
  • Hjartastopp hjá unglingsstúlku – sjúkratilfelli

   Valentínus Þ. Valdimarsson; Girish Hirlekar; Oddur Ólafsson; Gylfi Óskarsson; Hróðmar Helgason; Sigurður E. Sigurðsson; Hildur Tómasdóttir; Kristján Eyjólfsson; Tómas Guðbjartsson; Department of Anesthesia and Intensive Care, Landspitali University Hospital (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-12)
   Hjartastopp er sjaldgæft hjá börnum og unglingum. Lýst er 12 ára stúlku sem fór í hjartastopp eftir brátt hjartadrep þar sem beita varð langvarandi hjartahnoði og hjarta- og lungnavél til að bjarga lífi hennar. Við kransæðaþræðingu vaknaði grunur um flysjun í vinstri kransæðarstofni og var því komið fyrir kransæðastoðneti. Samdráttur hjartans lagaðist og var hjarta- og lungnavélin aftengd viku síðar. Hún útskrifaðist heim en hálfu ári síðar sást endurþrenging í stoðnetinu og var því gerð kransæðahjáveituaðgerð. Á tölvusneiðmyndum sást að um meðfæddan galla var að ræða þar sem vinstri kransæðarstofn átti upptök frá hægri ósæðarbolla í stað þess vinstra. Tilfellið sýnir að kransæðamissmíð getur valdið lífshættulegu hjartadrepi.
  • Kalkkirtlablaðra í miðmæti – sjúkratilfelli

   Anna Höskuldsdóttir,; Höskuldur Kristvinsson,; Hallgrímur Guðjónsson,; Arnar Geirsson,; Tómas Guðbjartsson; Landspítali, hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítali, almennri skurðlækningadeild, landspítali, meltingarlækningadeild (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-09)
   The most common causes of mediastinal masses are thymomas, lymphomas and neuromas. Mediastinal cysts, such as bronchogenic cysts, which are usually benign, are less common. We report the case of a 59-year-old woman with a history of progressive dysphagia. A computed tomography scan revealed a cystic lesion in the anterior mediastinum. The cyst was surgically resected and turned out to be a benign parathyroid cyst. The patient's symptoms disappeared after surgical removal. Both the serum calcium and parathyroid hormone levels were normal before, and after surgery. Parathyroid cysts are rare lesions of the mediastinum and only around 100 cases have been reported in literature. Here we report the first case of a mediastinal parathyroid cyst in Iceland.
  • Karlmaður með lækkað natríum, slappleika og megrun vegna æxlis í heiladingli

   Guðni Arnar Guðnason; Sigríður Þórdís Valtýsdóttir; Trausti Valdimarsson; Stefán Þorvaldsson; Þorvaldur Magnússon; Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-04)
   Tæplega áttræður karlmaður var lagður inn á sjúkrahús til endurhæfingar eftir aflimun á fæti þremur mánuðum fyrr. Vegna vöðvarýrnunar og slappleika var fyrirhugaðri þjálfun með gervilim frestað. Líðan sjúklings hrakaði jafnt og þétt og rannsóknir sýndu meiri lækkun á natríum í sermi. Uppvinnsla leiddi í ljós skort á heiladingulshormónum sem reyndist stafa af æxli í heiladingli. Eftir að uppbótarmeðferð með kortisóli, þýroxíni og testósteróni var hafin lagaðist ástand sjúklings til muna og natríumgildi leiðréttust.
  • Karlmaður með þrota í andliti og mæði [sjúkratilfelli]

   Gunnarsson, Sverrir I; Hannesson, Pétur H; Gudbjartsson, Tómas; sverrirgunnarsson@gmail.com (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-02-01)
   91 árs áður hraustur karlmaður leitaði á heilsugæslu utan höfuðborgarsvæðisins vegna fjögurra daga sögu um vaxandi mæði og þrota í andliti. Hann tók engin lyf að staðaldri og hafði ekki þekkt ofnæmi. Nokkrum dögum áður hafði hann hlotið áverka á vinstri síðu við fall. Við skoðun var öndun hröð og andlit greinilega þrútið (mynd 1). Vegna gruns um ofnæmislost var manninum gefið adrenalín og bólgueyðandi sterar í æð. Honum versnaði enn frekar eftir lyfjagjöfina og var því fluttur með sjúkrabíl á Landspítala þar sem gerðar voru frekari rannsóknir, meðal annars myndrannsóknir af lungum (mynd 2). Hver er greiningin, helstu mismunagreiningar og meðferð?
  • Kona á níræðisaldri með mæði og surg við öndun

   Sigríður María Kristinsdóttir; Elín Maríusdóttir; Jón Gunnlaugur Jónasson; Einar Steingrímsson; Tómas Guðbjartsson; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 hjarta- og lungnaskurðdeild, 3 meinafræðideild Landspítala, 4 Læknisfræðilegri myndgreiningu. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-10)
  • Mannbjörg á Möðrudal á Fjöllum

   Þórir Svavar Sigmundsson; Bjarni Árnason; Þóra Elísabet Kristjánsdóttir; Vilhjálmur Vernharðsson; Department of Anaesthesia and Critical Care, Karolinska University Hospital, Soina (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-05)
   27 ára kona fékk krampakippi og varð skyndilega púlslaus á Möðrudal á Fjöllum, fjarri heilbrigðisþjónustu. Eftir klukkustundar endurlífgun þreifaðist púls að nýju. Hún var flutt með sjúkraflugi á Landspítala þar sem hún var greind með stórt blóðrek í lungum. Hún var kæld í 24 klukkustundir og útskrifaðist af sjúkrahúsi á 14. degi án skerðingar á heilastarfsemi. Jafnvel við erfiðar aðstæður fjarri heilbrigðisþjónustu getur lífskeðjan reynst sterk þegar boð um aðstoð berast hratt, endurlífgun hefst án tafar og sérhæfð meðferð er veitt eins fljótt og hægt er.