Gæðastjórnun og gæðaeftirlit í heilbrigðisþjónustu : hvernig og til hvers? [ritstjórnargrein]
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Hróðmar HelgasonIssue Date
1998-12-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1998, 84(12):911-2Abstract
Á árunum 1990-1995 voru framkvæmdar hjartaskurðaðgerðir á börnum við sjúkrahús í borginni Bristol á Englandi. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þar sem slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á stórum sjúkrahúsum út um allan heim. Það sérstaka við hjartaskurðaðgerðirnar á sjúkrahúsinu í Bristol var hins vegar að árangur aðgerðanna og dánartölur voru langtum lakari en hjá sambærilegum stofnunum víða um heim. Þegar svæfingalæknir á sjúkrahúsinu benti á að árangurinn væri óviðunandi sögðu skurðlæknarnir sem framkvæmdu aðgerðirnar að árangurinn myndi batna með vaxandi færni og reynslu. Nokkru síðar var svæfingalæknirinn látinn fara af sjúkrahúsinu. A þessu fimm ára tímabili var þetta tiltekna sjúkrahús með allt að fimmfalt hærri dánartölur en önnur bresk sjúkrahús þar sem sams konar aðgerðir voru framkvæmdar. Er ljóst var hvernig í hlutunum lá var starfsemi þessari hætt og sjúklingar sendir annað til lækninga og skurðlæknarnir voru síðan sóttir til ábyrgðar. Missti annar þeirra lækningaleyfið tímabundið og hinn ævilangt. Við mat á hvort svipta bæri læknana leyfum þótti mjög mikilvægt að þeir voru taldir hafa gefið ófullnægjandi og misvísandi upplýsingar um árangur og áhættur aðgerða sinna.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections