Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Hróðmar HelgasonIssue Date
1998-01-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1998, 84(1):6-7Abstract
Á undanförnum tveimur áratugum höfum við séð verulegar breytingar á tilvísunum sjúklinga til læknismeðferðar erlendis. Er ég hóf störf á Barnaspítala Hringsins sem aðstoðarlæknir á árinu 1979 var ekki búið að setja upp tölvusneiðmyndatæki hérlendis og sjúklingar voru sendir í stórum stíl í slíkar rannsóknir til Noregs. Þetta gekk um nokkurt skeið eða þar til þessi rannsóknartækni var sett upp hérlendis. Um árabil voru kransæðasjúklingar sendir til Englands til blásninga (balloon angioplasty) og aðgerða þar til þessi starfsemi var tekin upp hér heima. Glasafrjóvganir voru enn einn vaxtarbroddur íslenskrar læknisfræöi sem á rætur sínar í Glasgow í Skotlandi og hefur fært gleði og hamingju inn í barnlausar fjölskyldur. Hjartaskurðaðgerðir vegna meðfæddra hjartasjúkdóma eru enn að hluta til framkvæmdar erlendis. Á síðastliönum fjórum árum hafa allar þær aðgerðir þar sem ekki var þörf á hjarta- og lungnavél verið framkvæmdar á íslandi og á þessu ári aö auki um þriðjungur þeirra aðgerða þar sem hjarta- og lungnavél var notuð. Á síðustu árum hafa börn sem lent hafa í axlarklemmu við fæðingu og fengið lamaðan handlegg verið send utan í taugaaðgerð.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections