Leikið á ellikerlingu : að margfalda líkurnar á góðri heilsu [ritstjórnargrein]
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1997-10-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1997, 83(10):630-1Abstract
Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu við aldraða er um það bil þriðjungur af útgjöldum til heilbrigðismála enda þótt þeir séu aðeins um 11% af þjóðinni. Árið 2005 má búast við að um það bil helmingur útgjalda til heilbrigðismála verði vegna aldraðra. Árið 2050 gæti kostnaður vegna aldurstengdra sjúkdóma hafa sexfaldast ef ekki koma til frekari lækningar á sjúkdómum eða fyrirbyggjandi aðgerðir. Mest fjölgun er nú í öldungahópnum eldri en 85 ára og gæti fjöldi þeirra hafa þrefaldast árið 2030 og hugsanlega sextánfaldast árið 2050. Öldungar eru líklegastir til að þurfa á langtíma umönnun að halda, sem er eitt kostnaðarsamasta form heilbrigðisþjónustunnar (1). Ævilíkur hafa vaxið jafnt og þétt á þessari öld og horfa æ fleiri íslendingar fram á að lifa um árabil eftir að starfsævinni líkur. Aldraðir eru nú tiltölulega lágt hlutfall af þjóðinni og verður svo allt fram til ársins 2015 er barnasprengja eftirstríðsáranna kemst á eftirlaun. Fjöldi 65 ára og eldri vex jafnt og þétt og mun að öllu óbreyttu hafa nálægt því tvöfaldast árið 2030 og stefnir þá í að aldraðir verði 18% þjóðarinnar. Ólíklegt er að hlutfall aldraðra vaxi mikið umfram það (2).Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections