Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2016
Metadata
Show full item recordOther Titles
Use of complementary therapies in nursing at Landspitali – the National University Hospital of IcelandCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2016, 92(2):1-9Abstract
Gagnsemi margs konar viðbótarmeðferðar til að draga úr einkennum og bæta líðan sjúklinga hefur sífellt betur verið að koma í ljós. Margar heilbrigðisstofnanir leyfa notkun viðbótarmeðferðar og samþættingu við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar hafa boðið sjúklingum upp á ýmiss konar viðbótarmeðferð á Landspítala. Tilgangur: Tilgangur þessarar könnunar er að fá upplýsingar um notkun viðbótarmeðferðar á Landspítala. Aðferð: Rannsóknarsniðið var megindlegt í formi spurningalista sem innihélt 35 spurningar um notkun viðbótarmeðferðar. Eftir að tilskilin leyfi voru fengin var spurningalistinn sendur rafrænt í Lime Survey kerfi til 73 deildarstjóra. Niðurstöður: Alls svöruðu 39 deildarstjórar og var svarhlutfall 53%. Algengustu tegundir meðferðar, sem veitt var sjúklingum, er nudd og slökun en um 76% deildarstjóranna, sem svöruðu, nefndu nudd og 48% nefndu slökun. Helstu ástæður notkunar voru sagðar til að draga úr einkennum eins og kvíða og bæta almenna líðan. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar voru helstu meðferðaraðilar og höfðu í flestum tilfellum sérmenntun til að veita meðferðina. Rúmur meirihluti (57%) sagði að áhrifin væru alltaf metin en ekki nema um 21% að meðferð væri alltaf skráð. Um 51% telja að sjúklingar séu sjaldan spurðir um notkun viðbótarmeðferðar. Ályktanir: Svo virðist sem aukinn áhugi sé innan hjúkrunar á að nota viðbótarmeðferð til að bæta líðan sjúklinga á Landspítala þar sem greinileg aukning er á notkun og framboði á viðbótarmeðferð innan spítalans frá árinu 2002 eða um 20%. Mikilvægt er að styðja notkun viðbótarmeðferðar á Landspítala og endurbæta enn frekar klínískar leiðbeiningar handa sjúklingum um notkun slíkra úrræða.Studies have shown some benefits from using complementary therapies (CT) to reduce symptoms and improve the wellbeing of patients. Many health care centers allow their use and integration. Nurses have been offering CT to patients at the Landspitali – The National University Hospital of Iceland. Purpose: The purpose of this study was to gain information about the use of CT at Landspitali. Method: Data was collected through an electronic questionnaire with 35 questions. It was sent to 73 department head nurses (DHN) at Landspitali through the Lime Survey system. Findings: The questionnaire was answered by 39 DHN and the response rate was 53%. The most commonly used therapies, according to the DHN who responded, were massage therapy (78%) and relaxation therapy (48%). The most commonly reported reasons for the use of CT were to treat anxiety and to improve general wellbeing of the patients. Appropriately trained nurses and nurse’s aides were the most likely administers of complementary therapies. Over half of them said that the effects were always assessed but only 21% that the CT was always documented. About 51% of the DHN assume that patients are rarely asked about the use of CT. Conclusion: There is increased interest within nursing to use CT to increase patient’s wellbeing and increase in the selection of CT offered at Landspitali and in the use of CT compared to 2002 or about 20%. It is important to support the use of CT at Landspitali and develop further clinical guidelines for its use.
Description
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAdditional Links
http://hjukrun.is/timarit-hjukrunarfraedingaCollections