Meðferðarþörf og þjónusta við sjúklinga á Tannlæknadeild Háskóla Íslands
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2015
Metadata
Show full item recordOther Titles
Treatment need and dental service provided at the Faculty of OdontologyCitation
Tannlæknablaðið 2015; 33: 35-45Abstract
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna meðferðarþörf og aldurs- og kynjaskiptingu þeirra sem koma til skoðunar á klínik Tannlæknadeildar Háskóla Íslands og umfang þeirrar þjónustu sem sjúklingum er veitt eftir frumskoðun. Efniviður og aðferðir: Megindleg aðferðarfræði var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði í töflum og skýringarmyndum. Meðferðarþörf þeirra sem komu í frumskoðun á vormisseri 2011 var skráð samkvæmt frumskoðunarblöðum og upplýsingar um meðferð voru skráðar af handskrifuðum og rafrænum sjúkraskrám deildarinnar. Við tölfræðivinnslu voru notuð forritin Microsoft Excel og SPSS 20. Niðurstöður: Heildarfjöldi skoðunarsjúklinga var 261, en 254 (97,3%) frumskoðunarblöð voru tæk til skráningar. Meðferðarþörf frumskoðunarsjúklinga reyndist mjög mismunandi, allt frá því að vera engin í það að vera mjög umfangsmikil. Alls fengu 143 (55,1%) skoðunarsjúklinganna einhverja meðferð á deildinni. Af körlum sem sem leituðu til deildarinnar fengu 61% meðferð, en marktækt lægra hlutfall kvennanna eða 48% (p=0,035). Flestir skoðunarsjúklingar voru fæddir á áratugnum 1980-1989 (30,2%) en fæstir 1920-1929 (1,2%). Ályktun: Tannlæknanemar á klínik deildarinnar sinna rúmum helmingi þeirra sjúklinga sem þangað leita. Frá sjónarhorni deildarinnar er mikið offramboð af sjúklingum í ákveðnum greinum, til dæmis í tannfyllingu, en skortur á viðfangsefnum fyrir nemendur í öðrum greinum, eins og heilgóma- og partagerð og bitlækningumIntroduction: The purpose of the study was to assess treatment need, age and gender of those attending the University of Iceland’s dental clinic and to analyse the service provided by dental students in relation to the patients´ needs. Materals and methods: The sample comprised all patients attending the clinic for a primary consultation in the spring term of 2011. Information was collected from the original registration sheets and patient files and radiographs. Quantitative methods were used and results presented with descriptive statistics in text, tables and charts. Microsoft Excel and SPSS 20 were used for statistical analysis. Results: The total number of primary examination patients was 261, and 254 (97,3%) had complete registration sheets. The need for dental treatment ranged from none to severe. A total of 143 examination patients (55,1%) received some treatment at the clinic. According to a chi-square test (p=0,035) the ratio of men that received treatment (61%) was significantly higher than that of women (48%). Patients born in the years 1980-89 comprised 30,2% of the sample. Conclusion: Students at the dental clinic manage to treat a little over half of the patients that seek their assistance. From the Faculty´s perspective there is a surplus of subjects in operative dentistry and most other fields of the study, while some types of prosthetic tasks are lacking.
Description
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnCollections