Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2015
Metadata
Show full item recordCitation
Ljósmæðrablaðið 2015, 93(1): 20-26Abstract
Á Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) fara fram eðlilegar fæðingar í umsjón ljósmæðra. Erlendar rannsóknir sýna að hægt er að reka slíka þjónustu á hagkvæman og öruggan hátt með minni líkum á inngripum í eðlilegt barneignarferli. Markmið þessarar megindlegu rannsóknar með lýsandi afturvirku rannsóknarsniði var að kanna útkomu fæðinga og undirbúning fyrir fæðingu. Úrtakið eru 145 konur sem fæddu á HSS frá 1. maí 2010 til 1. maí 2011 og af þeim fengu 66 konur undirbúning fyrir fæðinguna í formi jóga, nálastungna og fræðslu. Helstu niðurstöður voru þær að útkoma spangar var góð. Ein kona hlaut 3° rifu og engin 4° rifu. Lítil notkun sterkra verkjalyfja er á deildinni. Flestar konur notuðu baðið sem verkjastillingu eða 67%, glaðloft var notað í 23% tilfella og pethidín og phenergan voru notuð í 12% tilfella. Inngrip í fæðingu voru lítil en belgjarof var gert í 23% tilvika. Notkun syntocinons til örvunar var í 11% tilvika. Í 4% tilvika þurfti að beita léttri sogklukku í fæðingu. Blæðing meiri en 500 ml var 5% hjá 8 konum. Meðal Apgar skor barna var 8,5 eftir 1 mínútu og 9,7 eftir 5 mínútur. Þær konur sem fóru í meðgöngujóga þurftu síst sterk verkjalyf og notuðu vatnsbað til verkjastillingar (84%). Marktækur munur (p = 0,003) gefur til kynna að þær konur sem stunduðu meðgöngujóga, fengu undirbúningsnálar og fóru á foreldrafræðslunámskeið komu betur undirbúnar fyrir fæðinguna og notuðu frekar vatnsbað sem verkjastillingu. Þar sem úrtakið var lítið er frekari rannsókna þörf. Niðurstöðurnar um ljósmæðrarekna þjónustu á HSS hvetja til upplýsts vals kvenna í eðlilegri meðgöngu og fæðingu um að fæða í heimabyggðDescription
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAdditional Links
http://www.ljosmaedrafelag.is/GetAsset.ashx?id=1554Collections