Félagslega æskileg svörun: Þýðing og próffræðilegir eiginleikar Balanced Inventory of Desirable Responding
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2016
Metadata
Show full item recordOther Titles
Socially desirable responding: The psychometric properties of the Icelandic version of the Balanced Inventory of Desirable RespondingCitation
Sálfræðiritið 2016, 20-21:39–56Abstract
Balanced Inventory of Desirable Responding (BIDR) er eitt mest notaða mælitækið á félagslega æskilegri svörun. Það samanstendur af tveimur undirkvörðum, sjálfsblekkingu (SB) og ímyndarstjórnun (ÍS), sem innihalda hvor um sig 20 fullyrðingar sem svarað er á sjö punkta kvarða (1=Ekki satt, 4=Að einhverju leyti satt, 7=Mjög satt). Tilgangur þessarar rannsóknar var að þýða BIDR kvarðann og kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu BIDR með staðfestandi þáttagreiningu og ígrunduðum viðtölum (e. cognitive interviews with probing). Í fyrri fasa rannsóknarinnar (N=321) er þýðingarferlinu og próffræðilegum eiginleikum lýst. Niðurstöður bentu til þess að meðaltöl og fylgni milli undirkvarða væru sambærileg þeim sem finnast í erlendum rannsóknum og áreiðanleiki mælitækisins væri viðunandi. Niðurstöður úr staðfestandi þáttagreiningu voru einnig sambærilegar þeim sem fengist hafa í erlendum rannsóknum, þó fram hafi komið vandamál sem tengjast vissum atriðum kvarðans. Í seinni fasa rannsóknarinnar var fjallað um niðurstöður viðtala (N=20) þar sem farið var ítarlega í íslenska þýðingu kvarðans. Niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til þess að ekki væru til staðar alvarleg vandamál varðandi þýðingu kvarðans.The Balanced Inventory of Desirable Responding (BIDR) is one of the most commonly used measures of socially desirable responding. It consists of two scales, Self-Deceptive Enhancement (SDE) and Impression Management (IM), containing 20 statements each, answered on a 7-point scale (1=Not true, 4=Somewhat true, 7=Very true). The purpose of this paper was to translate the BIDR to Icelandic and examine the psychometric properties of the Icelandic translation using Confirmatory Factor Analysis (CFA) and cognitive interviews with probing. The first phase of the study (N=321) focuses on the translation process and the psychometric properties of the BIDR. The results indicated that the means, intercorrelation between the two scales, and CFA results are comparable to those found in previous studies and the reliability is acceptable, although the results indicated certain items were problematic. In the second phase of the study (N=20) cognitive interviews with probing were used in order to identify potential problems with regards to the translation. The results suggest the Icelandic translation is adequate.
Description
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAdditional Links
http://sal.is/?page_id=139Rights
openAccessCollections