Segulómun við greiningu lendahryggsverkja: Nýting, samband við einkenni og áhrif á meðferð
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2017-01-05
Metadata
Show full item recordOther Titles
MRI for diagnosis of low back pain: Usability, association with symptoms and influence on treatmentCitation
Læknablaðið 2017,103(1):17-22Abstract
Tilgangur: Að rannsaka notkun segulómunar við greiningu verkja frá lendahrygg, hvort samband sé á milli niðurstaðna segulómunar og klínískra einkenna og hvort niðurstöður segulómunar hafi áhrif á meðferð. Efniviður og aðferðir: Lýsandi, afturskyggn rannsókn þar sem unnið var með upplýsingar úr sjúkraskrám. Þátttökuskilyrði voru að vera 18 ára eða eldri, eiga lögheimili á Akureyri og hafa farið í segulómskoðun á lendahrygg á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2009. Niðurstöður: Alls fóru 159 manns (82 konur) í segulómrannsókn vegna lendahryggjarvandamála árið 2009. Meðalaldur var 51 ár (18-88 ára). Algengustu greiningar úr segul-ómun tengdust hryggþófanum (brjósklos og/eða brjóskútbungun, n=104), þar af 61 (38%) með brjósklos. Flest brjósklos (77%) voru á liðbili L4-L5 eða L5-S1. Lítil fylgni var milli klínískra einkenna og niðurstaðna segulómunar. Ekki var stuðst við stöðluð form við úrlestur segulómmynda. Algengustu meðferðarúrræði við brjósklosi voru lyfjagjöf (70%), tilvísun til sjúkraþjálfara (67%) og bæklunarlæknis (61%). Níu manns fóru í skurðaðgerð. Af þeim 41 sem vísað var í sjúkraþjálfun fóru 49% fyrst í segulómun og fengu því sjúkraþjálfunartilvísun mun seinna en hinir, eða eftir 14,4 ± 11,7 vikur í stað 4,6 ± 7,6 vikna (p=0,008). Ári eftir segulómun sýndi um helmingur óskorinna brjósklossjúklinga batamerki, 62% þeirra sem fengu sjúkraþjálfun en aðeins 27% hinna (p=0,024). Ályktanir: Notkun segulómunar virðist almenn við greiningu lendahryggjar-vandamála, en lítil fylgni milli einkenna og segulómunar krefst samþætts mats læknis við sjúkdóms-greiningu. Hryggþófavandamál eru algengustu segulómgreiningar í lendahrygg. Batahorfur einstaklinga með brjósklos virðast betri ef þeir fá sjúkraþjálfun, en nokkurrar tilhneigingar gætir til að fresta virkum meðferðarúrræðum þar til eftir segulómun. Background: Non-specific low-back pain is a worldwide problem. More specific diagnosis could improve prognosis. Magnetic resonance imaging (MRI) became available in Akureyri Hospital in 2004 but its utilisation in diagnosing low-back pain has not been investigated. Objective: To study the use of MRI in diagnosing low-back pain, correlation of the MRI outcomes with other clinical findings and its possible effects on treatment. Methods: Retrospective, descriptive analysis of patients' journals. Included were all adult (18 years and older) residents of Akureyri who underwent low-back MRI in Akureyri Hospital in 2009. Results: During 2009, 159 patients (82 women) underwent low-back MRI, mean age 51 years (18-88). The most common pathological findings were connected to the lumbar disk. Disk herniation was diagnosed in 38% of the patients, 77% at the L4-L5 or L5-S1 level. MRI results correlated poorly with symptoms and clinical findings. Treatment options for disk herniation were prescription of medications (70%), referrals to physiotherapy (67%) and orthopaedic surgeons (61%). Nine patients were operated. Among patients referred to physiotherapy, 49% were first examined with MRI and thus waited longer for referral than those referred directly to physiotherapy (p=0.008). One year after the MRI, recovery rate was 51%. Prognosis was better for patients referred to physiotherapy (p=0.024). Conclusions: MRI seems to be used for general diagnosis of low-back pain. Symptoms and MRI results correlate poorly, emphasizing the need for the doctor´s thorough weighing of clinical and MRI findings when diagnosing low-back pain. Recovery rate of patients with lumbar disk herniation improves by physiotherapy. The general use of MRI might delay treatment. 1Reykjavik Physical Therapy, 2Orthopedic Unit, Akureyri Hospital, Iceland, 3Faculty of Medicine, Landspítali University Hospital, 4School of Health Sciences, University of Akureyri, 5Rehabilitation Unit, Akureyri Hospital, Iceland, 6Department of Medical Sciences, Lung- Allergy- and Sleep Research, Uppsala University, SwedenDescription
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Files.Additional Links
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/01/nr/6203Rights
Archived with thanks to Læknablaðiðae974a485f413a2113503eed53cd6c53
10.17992/lbl.2017.01.116
Scopus Count
Collections