Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2017-03-03
Metadata
Show full item recordOther Titles
Results of cholecystectomies 2003-2010 in a small hospital in IcelandCitation
Læknablaðið 2017,103 (3):119-123Abstract
Tilgangur: Gallblöðrutaka er ein af algengustu aðgerðunum í almennum skurðlækningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gallblöðrutöku á Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir gallblöðrutöku á HVE á Akranesi frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2010. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám af á HVE Akranesi, Landspítala og Domus Medica. Niðurstöður: 378 sjúklingar gengust undir gallblöðrutöku á tímabilinu, þar af 280 konur (74%) og var meðalaldur 49,6 ár. Aðgerðirnar voru að meirihluta valaðgerðir (87%) og var aðgerðartími 46 mínútur (miðgildi, bil: 17-240). Legutími var 2 dagar (miðgildi, bil: 1-31). Röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð var framkvæmd hjá 93 af 378 sjúklingum (25%). Röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá var síðar framkvæmd hjá 22 af þeim 93 sjúklingum (23%) vegna gallsteina í megingallrás. Tveimur aðgerðum var breytt yfir í opna aðgerð (0,5%).Tíðni alvarlegra fylgikvilla var 2,4%, þar af fengu fjórir (1,1%) sjúklingar djúpa sýkingu og 5 (1,3%) fengu gallleka. Sjúklingar með sögu um gallblöðrubólgu voru marktækt líklegri til að fá alvarlega fylgikvilla (p=0,007). Enduraðgerð var framkvæmd hjá þremur sjúklingum vegna gallleka. Enginn sjúklingur hlaut alvarlegan skaða á gallrás. Enginn sjúklingur lést af völdum aðgerðar. Eftirlit var framkvæmt fjórum vikum eftir aðgerð hjá 254 sjúklingum (67%) en af þeim höfðu 13 (5%) væg einkenni frá kviðarholi. Ályktun: Árangur af gallblöðrutökum á HVE á Akranesi er mjög góður og vel sambærilegur við árangur sem greint er frá í fyrri rannsóknum bæði hérlendis og erlendis. Abstract AIM: Cholecystectomy is a common procedure in general surgery. The aim of this study was to retrospectivly assess the results of cholecystectomies performed in Akranes Hospital (AH), a small hospital in Iceland. MATERIAL AND METHODS: This retrospective study included all patients that underwent a cholecystectomy in AH from 1 January 2003 to 31 December 2010. Patient records were reviewed from AH, as well as from Landspitali University Hospital and Domus Medica. RESULTS: 378 operations were performed. 74% of the patients were women and the mean age was 49.6 years. The majority of operations were elective (87%) and the median operative time was 46 minutes (range: 17-240). The median length of stay was 2 days (range: 1-31). Intra-operative cholangiography (IOC) was performed in 93 of 378 patients (25%). Endoscopic retrograde cholangiopancreatography, ERCP, was performed consecutively in 22 of those 93 patients (23%). The conversion rate to open surgery was 0.5%. The rate of serious complications was 2.4% of which four (1.1%) patients had a deep infection and 5 (1.3%) had a bile leakage postoperatively. Patients with cholecystitis had an increased risk of serious complications (p=0.007). Reoperation was performed on three patients who had bile leakage. No patient had a serious bile duct injury and mortality was 0%. 254 (67%) patients had 4 week control postoperatively where 13 patients (5%) had mild gastrointestinal symptoms. CONCLUSION: The results of cholecystectomies in AH are very good and comparable to the results of national and international studies. Key words: laparoscopic cholecystectomy, intra-operative cholangiography, choledocholithiasis, endoscopic retrograde cholangiopancreatography, complications. Correspondence: Marta Ros Berndsen, mrberndsen3@gmail.com.Additional Links
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/03/nr/6363Rights
Archived with thanks to Læknablaðiðae974a485f413a2113503eed53cd6c53
10.17992/lbl.2017.03.125
Scopus Count
Collections