Greiningarferli lungnakrabbameins á Landspítala: sjúklingamiðuð nálgun
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Hrönn HarðardóttirUnnur Valdimarsdóttir
Tómas Guðbjartsson
Andrés Sigvaldason
Sigrún Lund
Thor Aspelund
Sif Hansdóttir
Issue Date
2017-04-06
Metadata
Show full item recordOther Titles
Fast diagnostic track for suspected lung cancer: A patient centered approachCitation
Læknablaðið 2017,103(4):171-177Abstract
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að lýsa einkennum, sjúkdómsmynd, meðferð og afdrifum sjúklinga sem hafa farið í kerfisbundið greiningarferli á Landspítala vegna gruns um lungnakrabbamein. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur til 550 sjúklinga (meðalaldur 68,1 ár, 57% konur) sem fóru í greiningarferlið með sólarhringslangri innlögn, frá 1. febrúar 2008 til 31. janúar 2015. Úr sjúkraskrám var aflað upplýsinga um sérkenni sjúklinga, greiningarrannsóknir, sjúkdómsgreiningu, meðferð og tímasetningu þessara þátta. Einnig var sjúkdómsmynd og lifun sjúklinga sem greindust með lungnakrabbamein á Íslandi árið 2014 (n=167, meðalaldur 69,3 ár, 61,7% konur) borin saman með fjölbreytugreiningu eftir því hvort greining var gerð innan eða utan greiningarferlis. Niðurstöður: Af 550 sjúklingum sem fóru gegnum greiningarferlið greindust 426 með lungnakrabbamein (77,5%) og voru 346 (81,2%) þeirra af öðrum vefjagerðum en smáfrumukrabbameini (NSCLC). Hlutfall sjúklinga á Íslandi sem greindust með lungnakrabbamein í greiningarferlinu jókst úr 23,3% árið 2008 í 47,9% árið 2014 (p<0,001). Tímalengd frá tilvísun að greiningu lungnakrabbameins var að miðgildi 10 dagar og 19 dagar frá greiningu til upphafs meðferðar. Sjúklingar í greiningarferli voru sjaldnar með útbreitt mein en sjúklingar utan þess, 37,5% borið saman við 70,1% (p<0,05). Þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni, vefjaflokki, stigun við greiningu og meðferð voru sjúklingar utan greiningarferlis með lakari lifun en sjúklingar sem greindust innan greiningarferlis, en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur (áhættuhlutfall: 1,60; 95% öryggisbil: 0,95-2,71). Ályktun: Allt að helmingur lungnakrabbameinsgreininga á Íslandi er nú gerður í kerfisbundnu greiningarferli á Landspítala með hugsanlegum ávinningi fyrir heilsu sjúklinga. Biðtími að greiningu og meðferð hér á landi er í samræmi við alþjóðlegar ráðleggingar. Introduction: The aim of this study is to describe the characteristics of patients who underwent a fast diagnostic track (FDT) due to suspected lung cancer at Landspitali University Hospital, Iceland. Material and methods: Hospital records were reviewed on background characteristics, diagnosis, staging, waiting times and survival of all 550 patients (mean age 68.1 years, 57% female) that participated in the FDT from February 1, 2008 to January 31, 2015. Adjusting for clinical characteristics in a multivariate analysis, overall survival was compared for patients diagnosed with lung cancer within or outside the FDT in Iceland in 2014 (n=167, mean age 69.3 years, 61.7% female). Results: Of the 550 FDT patients, 426 were diagnosed with lung cancer (77.5%); 346 of the non-small cell type (NSCLC) (81.2%). The proportion of patients receiving lung cancer diagnosis through the FDT increased from 23.3% in 2008 to 47.9% in 2014 (p<0.001). The waiting time from referral to diagnosis was 10 days median and 19 days from diagnosis to initiation of treatment. More patients with advanced disease were diagnosed outside the FDT (70.1% vs. 37.5%, p<0.05). When ad- justed for age, sex, histology, stage at diagnosis and therapy, patients diagnosed with lung cancer outside the FDT had higher risk of all-cause mortality (HR 1.60; 95% CI: 0.95 – 2.71) although the difference was not statistically significant. Conclusion: An increasing proportion of lung cancer diagnosis in Iceland is made through a fast diagnostic track with potential benefits for patients. The waiting time from referral to diagnosis and treatment is in line with international guidelinesDescription
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnAdditional Links
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/04Rights
Archived with thanks to Læknablaðiðae974a485f413a2113503eed53cd6c53
10.17992/lbl.2017.04.130
Scopus Count
Collections