Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2017
Metadata
Show full item recordOther Titles
The consistency between the severity of dental caries among 12- and 15-year old children (DMFT/S) and caries in key teethCitation
Tannlæknablaðið 2017,35(1):19-27Abstract
Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða staðsetningu og dreifingu tannátu og kanna hvort hægt sé að benda á lykiltennur eða fleti tanna við mat á tannátu hjá 12 og 15 ára börnum í gögnum MUNNÍS (VSN 03-140) 2005. Efniviður og aðferðir: Gögn um tannátu hjá 12 og 15 ára börnum sem skoðuð voru í MUNNÍS (VSN 03-140) 2005 voru greind til að meta dreifingu á tannátu og til að finna hvort hægt væri að benda á lykiltennur til greiningar á tannátu hjá börnum. Upplýsingar um 1.388 börn voru skoðaðar. Notuð var núll þanin Poisson aðhvarfsgreining, hlutfall rétt flokkað, Cohen´s Kappa og næmi og sértæki til að meta gögnin. Niðurstöður: Sex ára jaxlar höfðu oftast fyllingu eða tannátu sem náði inn í tannbein hjá bæði 12 og 15 ára börnum. Ef litið var til framtanna í efri gómi voru hliðarframtennur með mest af byrjandi tannátu í glerungi hjá báðum aldurshópum. Framtennur neðri góms voru með minnst af fyllingum og tannátu hjá þessum aldurshópum. Hjá bæði 12 og 15 ára börnunum voru 12 ára jaxlar næst á eftir sex ára jöxlum hvað varðar fjölda fyllinga og tannátu sem náði inn í tannbein. Þegar fjórir til átta jaxlar voru skoðaðir sjónrænt og bornir saman við bestu skoðun (samsett sjónræn skoðun og röntgenskoðun) var næmi þess 69-77, hlutfall rétt flokkað 0,737-0,839 og Kappa 0,53-0,63. Skimun á öllum tönnum gaf næmið 78,8, hlutfall rétt flokkað 0,841 og Kappa 0,65 samanborið við bestu skoðun í gögnum MUNNÍS en 38,7% þeirra sem voru greind án tannátu með sjónrænni skimun allra tanna voru í raun með tannátu við bestu skoðun. Ályktun: Gæði skimunar allra tanna með sjónrænni skoðun eru ekki góð og gefur ekki rétta mynd af tannheilsu einstaklingsins þannig að ekki er réttlætanlegt að benda á ákveðnar lykiltennur fyrir slíka skimun.Introduction: The objective of this research was to analyse the location and distribution of dental caries to determine ig it would be possible to find key teeth or tooth surfaces in the assessment of dental caries in 12- and 15-year old children from the MUNNIS data (VSN 03-140) in 2005. Materials and methods: Data on dental caries in 12- and 15-year old children surveyed in MUNNIS (VSN 03-140) in 2005 were analysed (N=1.388 children) to see the distribution of dental caries and to analyse if it would be possible to find key teeth for the diagnosis of dental caries in children. Zero Inflated Poisson Regression, Agreement, Cohen´s Kappa and Sensitivity and Specificity were used to analyse the data. Results: First molars were most often affected by dental caries in both 12- and 15-year old children. Looking at the front teeth in the upper jaw, lateral incisors were those most at risk for dental caries in both age groups. Canines and incisors in the lower jaw were the least affected teeth in these age groups. In both 12-year old and 15-year old children, second molars were next to first molars when scoring the teeth most affected by dental caries. When four to eight molars were examined visually and compared with combined visual and X-ray examination then the sensitivity was 69-77, Agreement 0.737-0.839 and Kappa 0.53-0.63. Screening all teeth gave sensitivity of 78.8, Agreement of 0.841 and Kappa of 0.65 compared with combined visual and X-ray examination in MUNNIS data and 38.7% of those diagnosed without caries did in fact have caries. Conclusion: The quality of screening all teeth by visual examination is not good enough to allow one to point out certain key teeth for such screening and the screening do not give an accurate picture of the individuals dental health.
Description
Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnCollections