Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2018-01-04
Metadata
Show full item recordOther Titles
Protocols Related to Food Allergies and Intolerances in Preschools in Reykjavik, IcelandCitation
Læknablaðið 2018,104(1):11-17Abstract
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols hjá börnum á leikskólum Reykjavíkurborgar og hversu vel leikskólar standa að því að hafa umhverfi barna með fæðuofnæmi sem öruggast. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti útbúinn fyrir þessa rannsókn var sendur til 65 leikskóla Reykjavíkurborgar árið 2014. Svör fengust frá 49 leikskólum (75%) með 4225 börn. Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols var metið út frá fjölda læknisvottorða sem afhent voru til leikskólanna. Lýsandi tölfræði var notuð til að meta hvort ferlar væru til staðar fyrir börn með fæðuofnæmi/-óþol á leikskólum og hvort þeir tengdust menntun leikskólastjóra, menntun starfsmanns í eldhúsi og fjölda barna á leikskólanum. Niðurstöður: Algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols var 5%, bráðaofnæmis 1% og fjölfæðuofnæmis 1% samkvæmt læknisvottorðum. Mjólkuróþol var algengast (2%) en þar næst mjólkurofnæmi (2%) og eggjaofnæmi (1%). Allir leikskólar nema einn voru með börn með fæðuofnæmi og/eða -óþol. Tæpur helmingur leikskólanna (41%) var með viðbragðsáætlun til að fara eftir ef barn skyldi fyrir slysni fá ofnæmisvaka með fæðunni. Aðeins 55% leikskóla með barn með bráðaofnæmi sögðu allt starfsfólk sitt þekkja einkenni ofnæmiskasts og aðeins 64% þeirra sögðu starfsfólk sitt upplýst og þjálfað í viðbrögðum við ofnæmiskasti. Engin marktæk tengsl voru á milli menntunar leikskólastjóra, starfsmanns í eldhúsi og fjölda barna á leikskóla og hvernig staðið var að málum barna með fæðuofnæmi/-óþol. Ályktun: Fimm prósent leikskólabarna í rannsókninni voru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol í Reykjavík. Í 59% leikskóla skorti viðbragðsáætlun í tengslum við fæðuofnæmi.Introduction: The aim of the study was to explore prevalence of food allergies and intolerances among children in preschools in Reykjavik, Iceland. Also, to investigate how well preschools maintain a safe environment for children with food allergies. Materials and methods: In 2014, a questionnaire designed specifically for this study, was sent to 65 preschools. Forty-nine participated (75%) representing a total of 4225 children. Prevalence of food allergy and intolerance was determined based on medical certificates from physicians delivered to the preschools. Descriptive statistics were used to assess whether there were protocols related to food allergy, and if there was a difference between schools based on staff‘s education and number of children. Results: The prevalence of documented food allergies/intolerances in children aged 2-6 years was 5%, 1% had severe allergy and 1% had multiple food allergies. Lactose intolerance was most frequent (2%), then milk allergy (2%) and egg allergy (1%). Only 41% preschools had a protocol that was activated if food with an allergen was accidentally given. Moreover, only 55% of preschools with children with severe allergy reported all of their staff to have knowledge of symptoms related to anaphylaxis and only 64% were trained to respond to an anaphylactic shock. The education of preschool principals, kitchen employees and number of children in preschool were not related to having an active protocol at site. Conclusion: Prevalence of food allergy and intolerance was 5% in preschools in Reykjavik. Strategy for an active protocol related to food allergy was lacking in 59% of pre-schools.
Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked FilesAdditional Links
http://laeknabladid.is/tolublod/2018/01/nr/6592Rights
Archived with thanks to Læknablaðiðae974a485f413a2113503eed53cd6c53
10.17992/lbl.2018.01.168
Scopus Count
Collections