Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf og forgangsraða þjónustu í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2018
Metadata
Show full item recordOther Titles
Assessment of clients needs and prioroty levels for home care nursing and social home services using the interrai-hC instrumentCitation
Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf og forgangsraða þjónustu í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu. 2018, 94(1):50-59 Tímarit hjúkrunarfræðingaAbstract
Útdráttur Bakgrunnur: Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interrai-matstækið (resident assessment instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega. Tilgangur: að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á akranesi og á Sauðárkróki samkvæmt upplýsingum úr interrai-hC upphafsmati og MaPLereikniritinu sem forgangsraðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir upplýsingum úr matinu. jafnframt að bera saman niðurstöður og skoða muninn á þeim og athuga hvort gagnlegt er fyrir heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu að nota slíkt matstæki. Aðferð: rannsóknin var megindleg afturskyggn lýsandi samanburðarrannsókn. úrtakið var 60 skjólstæðingar heimahjúkrunar á akranesi og 42 skjólstæðingar á Sauðárkróki. Niðurstöður: Meðalaldur skjólstæðinga heimahjúkrunar á akranesi var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. aldursflokkurinn 81–90 ára var fjölmennastur, 43,3% á akranesi og á Sauðárkróki 48,8%. fleiri skjól - stæðingar á akranesi fundu til einmanaleika, höfðu dregið úr þátttöku í félagsstarfi og höfðu orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en skjól - stæðingar á Sauðárkróki. Einvera yfir daginn og skerðing á skammtímaminni hjá skjólstæðingum var sambærileg á akranesi og á Sauð árkróki. um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum var með mæði eða öndunarerfiðleika og meirihluti skjólstæðinga á báðum stöðum fann til þreytu, eða í um 90% tilvika. um þriðjungur skjól - stæð inga á báðum stöðum hafði hlotið byltur síðustu 90 daga. fleiri þurftu aðstoð við lyfjatöku á Sauðárkróki en á akranesi. Ekki var marktækur munur á dreifingu í MaPLe-flokka og þjónustuþörf á akranesi og á Sauðárkróki. Skjólstæðingar á Sauðárkróki fengu ekki kvöldþjónustu frá heimahjúkrun og hvorki kvöld- né helgarþjónustu frá félagslegri heimaþjónustu en slík þjónusta var veitt á akranesi. Ályktanir: niðurstöður gefa til kynna að interrai-hC-upphafsmatið og MaPLe-flokkarnir geti nýst bæði heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu til að meta stöðu og þjónustuþörf skjólstæðinga þeirra og þar með veita þjónustu við hæfi og forgangsraða þjónustu til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.Background: increasing pressure from individuals to live independently for as long as possible in spite of failing health and the growing number of those requesting nursing services gives reason to consider the benefits of using a comprehensive assessment instrument that assesses health status, functioning and need for service such as the resident assessment instrument-home Care (interrai-hC). Objectives: To evaluate the health status, functioning and need for service of individuals receiving home care nursing in akranes and Sauðárkrókur according to the interrai-hC initial assessment and MaPLe algorithm, which prioritises individuals according to service categories based on data from the assessment. furthermore compare findings and investigate differences between the communities and to evaluate whether it would be beneficial for home nursing and social home services to utilize such an instrument. Methods: The study is a quantitative retrospective comparative study. The participants were home care nursing clients in akranes (n=60) and Sauðárkrókur (n=42). Results: The average age of clients in akranes was 79.4 years and 83.4 years in Sauðárkrókur. The prevalent age group was 81–90 years old (akranes: 43.3%; Sauðárkrókur: 48.8%). More clients in akranes than in Sauðárkrókur were lonely, participated less in social activities and had some form of distress in the last 90 days, compared to clients in Sauðárkrókur. Solitude during the day and impairment of short-term memory were similar in both akranes and Sauðárkrókur. about half of the clients in both locations suffered shortness of breath or breathing difficulty, the majority of clients felt tired (90%) and a third of the clients had a fall in the preceding 90 days. More clients in Sauðárkrókur needed assistance with medication. There was no significant difference in client allocation into MaPLe classes in akranes and Sauðárkrókur. The clients in Sauðárkrókur did not receive services in the evening from home care nursing and services neither in the evening nor in the weekend from the social home services. This type of services was however available in akranes. Conclusion: The results suggest that the interrai-hC initial assessment and MaPLe service categories could provide home care nursing and social home services with a good overview of clients health status and need for services.
Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.hjukrun.is/timaritid/bladasafn/1.-tbl.-2018/Collections