Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2019-12
Metadata
Show full item recordOther Titles
Recreational activities and complementary therapies in Icelandic nursing homesCitation
Ingibjörg Hjaltadóttir, Rúnar Vilhjálmsson, Þóra Jenný Gunnarsdóttir. Virkni og viðbótarmeðferð á íslenskum hjúkunarheimilum. Tímarit hjúkrunarfræðinga. 2019; 95(3): 80-87.Abstract
Tilgangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum eiga við margvísleg andleg og líkamleg vandamál að stríða, m.a. þunglyndi og hegðunarvanda. rannsóknir hafa sýnt að um helmingur íbúa eyðir litlum eða engum tíma í virkni og að stjórnendur hjúkrunarheimila eru meðvitaðir um mikilvægi þess að örva virkni íbúa en úrræði og þekking eru ekki alltaf fyrir hendi. Yfirlit yfir hvaða virkni er í boði á hjúkrunarheimilum er ekki til. Viðbótarmeðferð virðist hafa jákvæð áhrif til að draga úr vanlíðan og til að bæta líðan og ánægju íbúa á hjúkrunarheimilum. Engar upplýsingar eru til um hvaða tegundir viðbótarmeðferðar eru í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða virkni og viðbótarmeðferð er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum og hverjir skipuleggja og veita meðferð. Einnig var spurt hvort hjúkrunarheimili þurfi stuðning til að efla þessa meðferð. Aðferð: Tveir spurningalistar, annar um meðferð til að auka virkni og hinn um notkun viðbótarmeðferðar, voru samdir og sendir til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, 59 talsins. fimmtíu og tvö hjúkrunarheimili (88%) svöruðu listanum um virkni og afþreyingu og 45 heimili (76%) svöruðu listanum um viðbótarmeðferð. Niðurstöður: niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili (n=52; 100%) buðu upp á meðferð til að auka virkni og 43 hjúkrunarheimili (96%) upp á viðbótarmeðferð. Margar ólíkar starfsstéttir áttu þátt í því að skipuleggja og veita þessa meðferð, en helst eru það hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. algengasta meðferð til að auka virkni var upplestur og að horfa saman á myndir og hlusta á tónlist. algengustu gerðir viðbótarmeðferðar voru heitir bakstrar, leikfimi og nudd. hjúkrunarstjórnendur vildu flestir fá aðstoð við að efla þessa þætti í þjónustu við íbúa, t.d. með fræðslu eða aukinni samvinnu við aðrar stofnanir. Ályktanir: Virkni og viðbótarmeðferð er mikilvægur þáttur í þjónustu á íslenskum hjúkrunarheimilum en hjúkrunarheimilin þurfa stuðning til að auka þekkingu starfsmanna á þessari meðferð og að efla hana enn frekar.Aim: Physical and mental disabilities are widespread among residents in icelandic nursing homes, and also depression and behavioral symptoms. research has indicated that over half of nursing home residents spend little or no time in recreational activities and that nursing home managers acknowledge the importance of stimulating the activity level of residents although there is lack of sufficient knowledge. research has indicated that recreational activities and complementary therapies can decrease distress and increase quality of life among residents. however, information about what recreational activities and complementary therpies are offered in icelandic nursing homes are not available. The aim of this study was to investigate what kind of recreational activities and complementary therapies are provided in icelandic nursing homes and who organizes and provides them, also whether support in promoting the use of such therapies is needed. Method: Two questionnaires, one about recreational activities and the other about complementary therapies, were developed and mailed to all nursing homes in iceland (n=59). fifty-two nursing homes replied about recreational activities (88%) and 45 about complementary therapies (76%). Results: The findings show that all nursing homes offer recreational activities (n=52; 100%) and 43 nursing homes (96%) offer complementary therapy. although different professions organize and provide the activities and therapy, registered nurses and licensed practical nurses are the main providers. The most common recreational activities are reading, watching films and listening to music. The most common complementary therapies are heat packs, physical exercise and massage. Managers in most nursing homes would like to have more support in providing these activities and therapies such as by improving staff knowledge or more cooperation with other nursing homes. Conclusion: The use of recreational activities and complementary therapies is an important part of services provided in icelandic nursing homes. however, more support is needed for further promotion of activities and therapies.
Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.hjukrun.is/timaritid/bladasafn/3.-tbl.-2019/Collections