Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2018-12
Metadata
Show full item recordCitation
Bryndís Ásta Bragadóttir, Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir. Meðgöngusykursýki - Eftirfylgni eftir fæðingu. Ljósmæðrablaðið. 2018; 96(2): 32-34.Abstract
Hjá flestum konum er meðganga og fæðing barns eðlilegt ferli þar sem ekki þarf að grípa til sérstakra meðferða. Ýmislegt getur þó komið upp á meðgöngu sem kallar á aukið eftirlit en í slíkum aðstæðum er mikilvægt að ljósmæður styðji vel við konur og nýti styrkleika þeirra með því að draga fram það sem vel gengur á meðgöngu. Árlega fær fjöldi kvenna á Íslandi sjúkdómsgreininguna meðgöngusykursýki og virðist sem töluverð aukning sé á þeirri greiningu hin síðari ár. Nauðsynlegt er að átta sig á umfangi meðgöngusykursýki en samkvæmt upplýsingum úr gagnasafni Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) fer tíðni sjúkdómsins vaxandi. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að konur sem greinast með meðgöngusykursýki séu mun líklegri til að fá sykursýki af tegund 2 síðar á ævinni. Til að draga úr líkum á þeirri þróun er mikilvægt að ljósmæður styðji vel við þennan hóp á meðgöngu, fræði konur um áhrifaþætti sykursýki og hvernig hægt er að draga úr líkum á að þróa með sér sykursýki af tegund 2 síðar á ævinni. Jafnframt þarf að bjóða konum eftirfylgni eftir fæðingu en leiðbeiningar um eftirfylgni eftir fæðingu eru samhljóða um að konur sem hafa einu sinni greinst með meðgöngusykursýki ættu að koma reglulega í blóðsykureftirlit auk þess að fá góða fræðslu um sykursýki, mataræði og gildi þess að hreyfa sig reglulega. Meðgangan er tími breytinga í lífi hverrar konu. Í mæðravernd er kjörið tækifæri fyrir ljósmæður til að vekja konur til umhugsunar um heilsuna og það að ástunda heilbrigt líferni. Þessi fræðslugrein byggir á meistararitgerð sem er fræðilegri samantekt um meðgöngusykursýki og eftirfylgni eftir fæðingu.Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.ljosmaedrafelag.is/utgafa/ljosmaedrabladidCollections