„Ég var að feila á því eina sem kona á að geta gert“ Orðræðugreining á frásögnum kvenna sem áttu í erfiðleikum með brjóstagjöf
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2019-08
Metadata
Show full item recordCitation
Sunna Símonardóttir, Helga Gottfreðsdóttir. „Ég var að feila á því eina sem kona á að geta gert“ Orðræðugreining á frásögnum kvenna sem áttu í erfiðleikum með brjóstagjöf . Ljósmæðrablaðið. 2019; 97(1): 30-34.Abstract
Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og flestar mæður reyna brjóstagjöf sem fyrsta valkost. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eiginleikum góðar mæður skuli búa yfir og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Rannsóknir benda til þess að hin mikla áhersla sem lögð er á farsæla brjóstagjöf geti valdið skömm, sektarkennd og upplifun um að hafa brugðist hjá mæðrum sem gefa börnum sínum þurrmjólk og á sérstaklega við um þær konur sem vildu hafa börn sín á brjósti, en gátu það ekki. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu íslenskra kvenna sem gátu ekki verið með börn sín á brjósti eða áttu í miklum erfiðleikum með brjóstagjöf. Frásagnir 77 íslenskra kvenna sem höfðu þessa reynslu að baki og vildu deila henni með rannsakanda voru orðræðugreindar. Niðurstöður benda til þess að konur í þessari stöðu bíði eftir „græna ljósinu“ frá heilbrigðisstarfsfólki til þess að hætta árangurslitlum tilraunum til brjóstagjafar. Frásagnir kvennanna sýna einnig fram á hvernig brjóstagjöfin er oft skilgreind sem ákveðinn mælikvarði á mæður þar sem samfélagið, ættingjar og vinir jafnt sem ókunnugir geta dæmt og smánað mæður sem hafa börn sín ekki á brjósti. Mikilvægt er að opna á umræðu um reynslu þeirra mæðra sem eiga í erfiðleikum með brjóstagjöf, bæði til þess að auka gæði þjónustunnar við þennan hóp mæðra og ekki síður til þess að vinna gegn skömm og neikvæðum tilfinningum þeirra.Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.ljosmaedrafelag.is/utgafa/ljosmaedrabladidCollections