Algengi og áhættuþættir lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Erla Liu Ting GunnarsdóttirSunna Lu Xi Gunnarsdóttir
Alexandra Aldís Heimisdóttir
Sunna Rún Heiðarsdóttir
Sólveig Helgadóttir
Tómas Guðbjartsson
Martin Ingi Sigurðsson
Issue Date
2020-03
Metadata
Show full item recordOther Titles
Incidence and predictors of prolonged intensive care unit stay after coronary artery bypass in IcelandCitation
Erla Liu Ting Gunnarsdóttir, Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir, Alexandra Aldís Heimisdóttir et al. Algengi og áhættuþættir lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð. Læknablaðið. 2020;106(3): 123-129.Abstract
INNGANGUR Til að hámarka nýtingu gjörgæslurýma er mikilvægt að þekkja algengi og áhættuþætti lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður hér á landi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018. Skráðar voru upplýsingar um heilsufar sjúklinganna, aðgerðartengda þætti og fylgikvilla eftir aðgerðina. Sjúklingar sem lágu á gjörgæslu í eina nótt voru bornir saman við þá sem lágu þar tvær nætur eða lengur. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meiers. Forspárþættir dvalarlengdar á gjörgæslu voru fundnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu og niðurstöðurnar notaðar til að útbúa reiknivél sem áætlar líkur á lengri gjörgæsludvöl. NIÐURSTÖÐUR Af 2177 sjúklingum þurftu 20% gjörgæsludvöl í tvær nætur eða lengur. Sjúklingar sem lágu tvær eða fleiri nætur á gjörgæslu voru oftar konur (23% á móti 16%, p=0,001). Þessir sjúklingar höfðu einnig oftar áhættuþætti kransæðasjúkdóms og fyrri sögu um aðra hjartasjúkdóma eins og hjartabilun, lokusjúkdóma og skert útstreymisbrot vinstri slegils. Auk þess var EuroSCORE II gildi þeirra hærra (4,7 á móti 1,9, p<0,001) og höfðu þeir oftar skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (30% á móti 16%, p<0,001) og þurftu frekar á bráðaaðgerð að halda (18% á móti 2%, p<0,001). Sjúklingar sem dvöldu tvær nætur eða lengur höfðu hærri tíðni skammog langtímafylgikvilla og verri langtímalifun en sjúklingar í viðmiðunarhópi (78% á móti 93% lifun 5 árum frá aðgerð, p<0,0001). Sjálfstæðir áhættuþættir lengri gjörgæsludvalar voru aldur, kyn, EuroSCORE II gildi, fyrri saga um aðra hjartasjúkdóma, skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. ÁLYKTANIR Fimmti hver sjúklingur þarf gjörgæsludvöl í tvær eða fleiri nætur eftir kransæðahjáveitu á Landspítala. Ýmsir áhættuþættir spá fyrir um lengri gjörgæsludvöl eftir kransæðahjáveitu, sérstaklega undirliggjandi ástand sjúklings, EuroSCORE II gildi og hve brátt aðgerðin fer fram. Von okkar er að bætt þekking á áhættu á lengri gjörgæsludvöl nýtist til að bæta skipulagningu kransæðahjáveituaðgerða á Landspíta.Introduction: To maximize the use of intensive care unit (ICU) re - sources, it is important to estimate the prevalence and risk factors for prolonged ICU unit stay after coronary artery bypass grafting (CABG) surgery. Material and methods: This retrospective cohort study included all patients who underwent primary isolated CABG at Landspitali between 2001 and 2018. Patient information was collected from hospital charts and death registries. Patients who stayed in the ICU for the conventional one night postoperatively were compared with those who needed longer stays in the ICU. Survival rate was estimated with the Kaplan-Meier method. Predictors for prolonged ICU stay were calculated with logistic regression and the outcome used to create a calculator that estimates the probability of prolonged ICU stay. Results: Out of 2177 patients, 20% required prolonged ICU stay. Patients with prolonged stay were more frequently female (23% vs 16%, p=0.001), had a higher rate of cardiovascular risk factors and higher EuroSCORE II (4.7 vs. 1.9, p<0.001). They also had a higher rate of impaired renal function before surgery (14% vs. 4%, p<0.001) and emergent surgery (18% vs. 2%, p<0.001). Furthermore, these patients had higher rates of both short-term and long-term complications, and lower long-term survival (85% vs 68% five-year survival rate, p<0.0001). Independent risk factors for prolonged ICU stay were advanced age, female gender, EuroSCORE II, history of heart diseases, impaired renal function and emergent surgery. Conclusions: Every fifth patient had a prolonged ICU stay after CABG. Several risk factors predicted prolonged ICU stay after CABG, in particular patients’ medical condition before surgery, EuroSCORE II and emergent surgery. A better understanding of the risk factors for prolonged ICU stay will hopefully aid in scheduling CABG surgeries at Landspitali.
Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/03/nr/7276Collections