Sjónsviðsskerðing við fyrstu hjáveituaðgerð (trabeculectomiu) vegna gláku
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2020-04
Metadata
Show full item recordOther Titles
Glaucomatous visual field loss in eyes undergoing first trabeculectomy in IcelandCitation
Elín Björk Tryggvadóttir, Sveinn Hákon Harðarson, María Soffía Gottfreðsdóttir. Sjónsviðsskerðing við fyrstu hjáveituaðgerð (trabeculectomiu) vegna gláku. Læknablaðið. 2020; 106(4):187-192.Abstract
INNGANGUR Gláka er hrörnunarsjúkdómur í sjóntaug augans. Eina sannreynda meðferðin við gláku byggir á að lækka augnþrýsting og hægja þannig á hraða sjónsviðsskerðingar. Þegar lyfjameðferð dugir ekki eða gláka er langt gengin er skurðaðgerð beitt. Hjáveituaðgerð er algengasta skurðaðgerðin við gláku. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta alvarleika sjónsviðsskerðingar þegar sjúklingum er vísað í fyrstu hjáveituaðgerð en það hefur ekki verið rannsakað áður á Íslandi. AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn sem nær til allra sjúklinga með gleiðhornagláku sem undirgengust fyrstu hjáveituaðgerð á Íslandi í júní 2014 til mars 2016. Upplýsingar um 86 einstaklinga fengust úr sjúkraskrám. Alvarleiki glákuskemmda var metinn með mean defect (MD) tölugildi á sjónsviðsrannsókn og sjúklingar flokkaðir í þrjá hópa eftir því. NIÐURSTÖÐUR Meðalaldur var 75 ± 11 ár, 57% karlar. Sjúklingar notuðu að meðaltali 3,0 glákulyf við tilvísun í aðgerð og 64% sjúklinganna tóku þrjú lyf eða fleiri. Meðalgildi MD var 13,4 ± 7,7dB (bil: 0,8-26,2 dB), 21% augna höfðu milda sjónsviðsskerðingu (MD<6dB), 23% miðlungsalvarlega (MD 6-12 dB) og 56% alvarlega (MD >12). ÁLYKTUN Augu sem undirgengust hjáveituaðgerð á rannsóknartímabilinu höfðu allt frá mildri til alvarlegrar sjónsviðsskerðingar. Eins og klínískar leiðbeiningar mæla með, virðist meðferð gláku einstaklingsmiðuð og helsta ábending aðgerðar versnun á sjónsviði þrátt fyrir lyfjameðferð. Meðaltal sjónsviðsskerðingar reyndist hærra í okkar rannsókn en í erlendum samanburðarrannsóknum. Augu með alvarlega sjónsviðsskerðingu höfðu að meðaltali lægsta augnþrýstinginn og þynnstu hornhimnuna. Þetta getur bent til þess að mikil áhersla sé lögð á háan augnþrýsting sem ábendingu fyrir aðgerðarþörf en ef til vill of lítil áhersla á sjónsviðsskerðingu og þunna hornhimnu.Introduction: Glaucoma is a degenerative disease in the optic nerve with associated visual field defects (VFD). Trabeculectomy is the most common glaucoma surgery. Surgery is indicated if glaucomatous optic neuropathy progresses despite tolerated medical treatment or in patients with severe VFD. The purpose of this paper is to describe the severity of visual field damage in patients undergoing their first trabeculectomy in Iceland. Methods: A retrospective review of medical records of all patients with open angle glaucoma that underwent first trabeculectomy at Landspítali University Hospital, from June 2013 to March 2016. Visual fields were examined by Octopus automated perimetry and the severity of glaucoma damage was staged according to the mean defect (MD). Results: 86 eyes were included in the study, mean age 75 ± 11 years, 57% men. Patients used on average three IOP lowering medications. Mean MD at referral to surgery was 13.4 ± 7.7dB (min 0.8dB, max 26.2 dB), 21% had early glaucomatous damage (MD < 6dB), 23% moderate (MD 6-12 dB) and 56% severe (MD > 12). Conclusion: VFD at referral to surgery varied from mild VFD to severe damage. Like clinical guidelines recommend, treatment seems to be individualized and the most common indication for surgery was increased VFD despite medical treatment. Mean MD at referral to surgery was high compared to other studies. Eyes with severe VFD had on average lower IOP and thinner cornea. This might indicate that great emphasis is placed on high IOP and perhaps too little emphasis on VFD and cornea thickness.
Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/04/nr/7310Collections