Má bæta árangur af meðferð hjarta- og æðasjúkdóma með aukinni áherslu á svefngæði? – yfirlitsgrein
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2020-11
Metadata
Show full item recordOther Titles
The role of sleep and sleep disorder management in reducing cardiovascular- and cardiometabolic risk and improving treatment outcomesCitation
Sólveig Dóra Magnúsdóttir, Erla Gerður Sveinsdóttir. Má bæta árangur af meðferð hjarta- og æðasjúkdóma með aukinni áherslu á svefngæði? – yfirlitsgrein. Læknablaðið. 2020; 106(11): 517-22.Abstract
Þrátt fyrir víðtæka þekkingu á mikilvægi svefns fyrir heilsu og vellíðan gleymist oft að huga að svefni og svefngæðum í meðferð langvinnra sjúkdóma. Markmiðið með þessari samantekt er að vekja athygli á nýjum rannsóknum sem undirstrika þátt svefnraskana í tilurð og framgangi langvinnra sjúkdóma og er hér lögð áhersla á þessi tengsl við hjarta- og æðasjúkdóma. Mikilvægt er að greina svefnraskanir hjá sjúklingum með langvinna sjúkdóma og veita viðeigandi meðferð samhliða annarri meðferð til að hámarka árangur og auka lífsgæði. Til að tryggja viðeigandi meðferð svefnraskana er hlutlæg greining á svefngæðum og svefnsjúkdómum nauðsynleg. Slík greining er einnig mikilvæg til að hægt sé að meðhöndla svefnsjúkdóma líkt og aðra langvinna sjúkdóma, með reglulegu mati á árangri af meðferð. Í ljósi þekkingar á þeim neikvæðu áhrifum sem stuttur svefn og/eða léleg svefngæði og svefnsjúkdómar hafa á hjarta- og æðasjúkdóma má færa rök fyrir því að mat á svefngæðum ætti að vera þáttur í áhættumati og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma.Despite extensive knowledge on the importance of quality sleep for health and wellbeing, sleep quality and sleep disorders are commonly overlooked in both prevention and treatment of chronic illnesses. The aim of this review is to draw attention to recently published literature focusing on how disrupted sleep contributes to the onset and progression of chronic diseases, with focus on cardiovascular- and cardiometabolic diseases. Diagnosis and management of sleep disorders are an important part of prevention and chronic disease management to optimize outcomes and improve patients´ health and quality of life. Objective sleep disorder diagnosis is relevant to ensure appropriate therapy intervention, and for sleep disorders to be managed as other chronic diseases based on regular objective assessments of treatment efficacy. In light of the knowledge of how short sleep and/or low sleep quality negatively affects the cardiovascular system, including objective sleep evaluation in the standard of care for risk assessment and management of cardiovascular diseases may improve cardiovascular risk prediction and improve outcomes.
Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/11/nr/7522Collections