Þrýstingssár: Greining og meðferð með aðstoð Bradenkvarða og RAI-mats
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Júlíana Sigurveig GuðjónsdóttirAgnar Óli Snorrason
Anna Birna Jensdóttir
Guðrún Björg Guðmundsdóttir
Issue Date
2021-11
Metadata
Show full item recordCitation
Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, Agnar Óli Snorrason, Anna Birna Jensdóttir, Guðrún Björg Guðmundsdóttir. Þrýstingssár: Greining og meðferð með aðstoð Bradenkvarða og RAI-mats. Tímarit hjúkrunarfræðinga. 2021; (97)3: 44-49.Abstract
Meðalaldur íbúa hjúkrunarheimila á Íslandi er 87 ár. Margir eru fjölveikir, veikburða, á mörgum lyfjum og eiga á hættu að fá þrýstingssár. Þeir sem eru vannærðir og með skerta hreyfifærni eru í sérstakri hættu. Þrýstingssár eru of algeng meðal mikið veikra sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Þau skerða lífsgæði, hægja á bata, valda þjáningu og eru kostnaðarsöm. Mælt er með notkun kerfisbundinna aðferða til að greina þá sem eiga á hættu að fá þrýstingssár. Auk þess sem klínískt innsæi er notað við áhættumat sjúklings (Landspítali, 2008). Gæðateymi til varnar sárum á Sóltúni var stofnað árið 2007. Þá voru ábendingar um að hægt væri að gera betur. Stuðst er við viðurkenndar, gagnreyndar aðferðir í gæðaumbótastarfi. Gæðateymið setti fram gæðastaðal um forvarnir gegn sárum. Gæðastaðallinn er rýndur og endurbættur reglulega af gæðateymi. Ársfjórðungslega er farið yfir niðurstöður RAI-mælinga og skoðuð nánar þau óheppilegu atvik sem upp hafa komið. Gæðateymið fer yfir samspil heilsufars, lyfjagjafar, notkunar hjálpartækja, virkni og umhverfis, auk þess að veita ráðgjöf og stuðning eftir þörfum. Almenna orsökin fyrir myndun þrýstingssára er langvarandi þrýstingur á húð sem veldur staðbundinni blóðþurrð. Aðrir þættir geta aukið hættuna á slíkri blóðþurrð. Þar má nefna æðasjúkdóma, skert blóðflæði, sykursýki, vannæringu, þurrk og skerta skyntilfinningu o.fl. (Allen, 1997; Blom, 1985). Sár á húð geta myndast fljótt og er góð hjúkrun, sem felst í forvörnum, mikilvæg til að koma í veg fyrir myndun þeirra. Florence Nightingale (1969) skrifaði árið 1860 að þrýstingssár stöfuðu ekki af sjúkdómum manna heldur hjúkruninni sem veitt væri eða skorti á veittri þjónustu. Það er mikið til í því. Í samtíma okkar er því þannig háttað að veikustu sjúklingarnir á öllum aldri liggja inni á stofnunum. Það er því langvarandi verkefni hjúkrunar að koma í veg fyrir þrýstingssár. Talið er að um 4% útgjalda stofnana í Bretlandi megi rekja til kostnaðar við að græða þrýstingssár (Bennett o.fl., 2004). Í rannsókn, sem gerð var á Landspítala árið 2008, reyndust 21,5% sjúklinga vera með þrýstingssár (Guðrún Sigurjónsdóttir o.fl., 2011). Í annarri rannsókn, sem gerð var í Noregi árið 2012, voru 18,2% sjúklinga með þrýstingssár (Bredesen o.fl., 2015). Samanburður rannsókna á algengi legusára er erfiður vegna þess að skilgreining og flokkun er mismunandi og samsetning úrtaks einnig.Description
To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked DownloadAdditional Links
https://www.hjukrun.is/timaritid/bladasafn/3.-tbl.2021/Collections