Blóðþrýstingur, hvítir sloppar og mælistaðir : samanburður á blóðþrýstingsmælingum karla á heilbrigðisstofnunum, vinnustöðum og í heimahúsum
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1996-05-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Blood pressure at the clinic, work and home. Are there white coats at work?Citation
Læknablaðið 1996, 82(5):371-77Abstract
Spurningar um gildi mælinga á blóðþrýstingi í heimahúsum verða sífellt áleitnari eftir því sem gæði sjálfvirkra blóðþrýstingsmæla aukast og verð þeirra lækkar. Einnig er lítið vitað um blóðþrýstingsgildi hjá einstaklingum á vinnustað. Margir mælast aðeins með hækkaðan blóðþrýsting hjá læknum en ekki þegar þeir mæla sig sjálfir heima. Þetta fyrirbæri er nefnt hvítsloppaáhrif (white coat effect). Í þessari rannsókn voru borin saman blóðþrýstingsgildi hjá 84 körlum á aldrinum 25-65 ára á læknastofu, á vinnustað og heima. Notaður var sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir (UA-751 Digital Blood pressure Meter). Mælingar með kvikasilfursmæli á stofu sýndu góða fylgni (correlation) við sjálfvirkar mælingar á sama stað (r= 0,90; p<0,001). Sýnd er önnur aðferð sem er mat á samræmi (agreement) til að bera saman tvær mæliaðferðir, en þar er misræmið meira. Bæði meðaltals slag- og hvfldarþrýstingur reyndist svipaður á læknastofum og á vinnustað en mun lægri í heimahúsum (p<0,001). Hvítsloppaáhrif komu þannig fram við samanburð á blóðþrýstingsmælingum á læknastofu og heima, en blóðþrýstingsgildin á vinnustað skýrast varla af sömu áhrifum.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections