Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Jóhannes M. GunnarssonIssue Date
1994-10-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1994, 80(8):354-5Abstract
Á síðustu þremur til fjórum áratugum höfum við Íslendingar vanist þeirri hugsun að heilbrigðisþjónustan í landinu sé með því allra besta sem þekkist. Þetta má til sanns vegar færa. Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar — OECD, sem út kom 1993, bar sem gerð var ítarleg úttekt á íslenska heilbrigðiskerfinu, kom fram að það veitti þjónustu sem væri töluvert umfram meðallag OECD- ríkja. Ekki er síður athyglisvert, að kostnaður hér á landi við þessa þjónustu er um 15% lægri en vegið meðaltal OECD- ríkjanna, þegar tillit hefur verið tekið til þess að verð á aðföngum heilbrigðisþjónustunnar er talsvert hærra hér á landi (1). Hin almenna skoðun að á Íslandi sé heilbrigðisþjónusta í besta lagi endurspeglast í hástemmdri 1. gr laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita (2). Hártoga má hvað þessi setning þýðir í raun. Orðalagið gefur kost á breytilegri túlkun og ef til vill þýðir hún þess vegna ekki neitt þegar að kreppir. Engu að síður verður að álykta að greinin sé svo vegna þess að við lagasetninguna höfðu menn háleitar hugmyndir og markmið.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections