Blóðrauðastyrkur hjá eldra fólki sem leitar læknis á stofu : gagnstæðar breytingar í konum og körlum
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1994-10-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Blood haemoglobin concentration in elderly people seeking doctors clinics: opposite changes in men and womenCitation
Læknablaðið 1994, 80(8):356-61Abstract
Anaemia of uncertain origin is common in elderly people and is reported to be more common in men than women. We have investigated retrospectively a database of haematological and biochemical data on 16.332 people referred to an outpatient laboratory and compared the blood haemoglobin (Hb) concentration of the sexes. In men the mean adult Hb values of 151 g/1 started to decline at the age of 60 to reach the level of 138 g/1 by the age of 80 and older. In women, by contrast, the mean adult Hb concen¬tration of 134 g/1 started to increase at the age of 50 to 137 g/1 then declining after the age of 70. A multiple regression analysis of variables likely to influence measured Hb values indicated that 6,7 g/1 of the observed 13 g/1 decrease in elderly men could not be explained by chance or selection bias and that an increase of Hb values in women was sustained until after 80 years of age. Results would suggest that sex or sex hormone related factors influence haemoglobin concentrations in elderly people.Eldra fólki er hætt við blóðrauðaskorti (anaemia) af óþekktum ástæðum og hefur karlmönnum verið hættara við því en konum. Til að kanna þetta nánar höfum við rannsakað gagnabanka á almennri rannsóknarstofu í efna- og blóðmeinafræði, sem hafði að geyma færslur frá 16.330 manns, og bárum saman blóðrauðastyrk (haemoglobin concentration) kynjanna. Í karlmönnum byrjaði meðalstyrkur blóðrauðans að lækka um sextugt og féll úr 151g/l í 138g/l hjá áttræðum körlum og eldri. Í konum, aftur á móti, hækkaði blóðrauðastyrkurinn úr 134g/l hjá konum á fimmtugsaldri í 137g/l hjá konum á sjötugsaldri en þá byrjaði hann að falla lítið eitt. Staðtölulegir útreikningar (multiple regression analysis) á breytum sem líklegar voru til þess að hafa áhrif á blóðrauðastyrk bentu til þess að af 13g lækkun sem fundist hafði í eldri körlum væri aðeins hægt að útskýra 6,7g/l sem tilviljun og að í konum héldist hækkun blóðrauðastyrks fram yfir áttrætt. Niðurstöðurnar gefa til kynna að kyn eða þættir háðir kyni hafi áhrif á blóðrauðastyrk í eldra fólki.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections