Meltingarsár og Helicobacter pylori : árangur þriggja lyfja meðferðar
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1994-09-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Peptic ulcer disease and Helicobacter pylori. A comparative study of two different three-drug regimensCitation
Læknablaðið 1994, 80(7):317-25Abstract
Meltingarsár eru langvinnur sjúkdómur. Bráðameðferð hefur verið hefðbundin og árangursrík síðustu áratugi. Eftir að meðferð lýkur er endurkomutíðni sáranna há, sem hefur orðið til þess að viðhaldsmeðferð er beitt í vaxandi mæli. Tengsl Helicobacter pylori (H. pylori) við tilurð magabólgu, skeifugarnarsárs og magasárs hefur gjörbreytt viðhorfum til orsaka og meðferðar á þessum sjúkdómum. Vonir um raunverulega lækningu hafa nú vaknað og beinist meðferðin að því að uppræta bakteríuna. Lyf og samsetningar lyfja, tímalengd meðferðar, árangur og aukaverkanir era til rannsóknar. Í þessari framskyggnu rannsókn var borinn saman árangur lyfjasamsetninga með colloid bismuth subcitrate (CBS, De-Nol®), metrónídazól og ampicillin (DMA) annars vegar og colloid bismuth subcitrate (CBS, De-Nol(g)), metrónídazól og tetracýklín (DMT) hins vegar. Markmið rannsóknarinnar var að athuga upprætingu á H. pylori, aukaverkanir lyfjanna, meðferðarheldni, klínískan bata, nýgengi endursýkinga og endurkomu sára. Í rannsókninni voru 60 sjúklingar, 41 karl og 19 konur. Meðalaldur þeirra var 53 ár. Magasár höfðu 10 sjúklingar (16,7%) og skeifugarnarsár 50 sjúklingar (83,3%). Skilyrði fyrir þátttöku var nýgreint meltingarsár, minnst eins árs saga um meltingarsár og tilvist H. pylori í magahelli. Öll meltingarsár voru greind með holsjárskoðun og sýni tekin í CLO rannsókn, vefjarannsókn og ræktun. Eftir að sárin voru grædd með hefðbundinni lyfjameöferð voru sjúklingarnir meðhöndlaðir annað hvort með DMA (30 sjúklingar) eða DMT (30 sjúklingar) og þeim fylgt eftir í minnst eitt ár. Einum mánuði eftir að meðferð lauk reyndust 54 sjúklingar (90%) H. pylori neikvæðir en sex sjúklingar (10%) H. pylori jákvæðir. Við 12 mánaða eftirlit frá lokum þriggja lyfja meðferðar, voru allir í DMT hópnum H. pylori neikvæðir (100%). Hins vegar héldust sex sjúklingar (20%) í DMA hópnum H. pylori jákvæðir og þeir fengu allir meltingarsár aftur á eftirlitstímanum. Einn sjúklingur var aftur H. pylori jákvæður við 12 mánaða eftirlit og var endursýking þ vi um 2% innan eins árs frá lokum þriggja lyfja meðferðar. Aukaverkanir voru tíðar (38%) en í flestum tilvikum vægar. Meðferðarheldni var mjög góð. DMT er örugg meðferð til að uppræta H. pylori (100%) hjá sjúklingum með meltingar-sár og er árangursríkari heldur en meðferð með DMA (p = 0,024 eftir einn mánuð, p = 0,0105 eftir 12 mánuði). Sjúklingarnir sex sem héldust H. pylori jákvæðir, fengu allir meltingarsár innan eins árs. Klínískur bati var mjög áberandi meðal þeirra sem urðu H. pylori neikvæðir. Endursýking af bakteríunni fyrsta árið eftir meðferð er 2% (einn sjúklingur).Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections