Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1994-05-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1994, 80(5):179-84Abstract
Notkun lyfja við sársjúkdómi í meltingarfærum (peptic ulcer) er tvisvar til þrisvar sinnum meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Tilgangur fyrirliggjandi rannsóknar var að meta áhrif þessarar lyfjagjafar á tíðni valaðgerða og bráðaaðgerða vegna sársjúkdóma í meltingarfærum. Rannsóknin nær til þeirra fjögurra sjúkrahúsa sem framkvæmdu þessar aðgerðir á árunum 1971-1989. Sjúkdómaskrár voru skoðaðar og aðgerðarnúmer, dagsetning, kyn og aldur var skráð. Meðaltíðni á ári fyrir hverja 100.000 íbúa var reiknuð út fyrir fimm ára tímabil og aldurshópana 20-49 ára, 50-69 ára og 70 ára og eldri. Gerðar voru 786 valaðgerðir en fjöldi þeirra lækkaði um 82% milli fyrsta og síðasta tímabils. Bráðaaðgerðir vegna sára í maga og skeifugörn voru 503, 288 (57%) vegna holsárs (perforation) og 159 (32%) vegna blæðingar, en 56 (11%) bráðaaðgerðir voru vegna annarra sára. Engin breyting varð á heildartíðni bráðaaðgerða á tímabilinu. Hins vegar lækkaði tíðni bráðaaðgerða hjá yngsta aldurshópnum en hækkaði hjá þeim elsta. Kynjahlutfallið (karlar/konur) lækkaði á tímabilinu, sérstaklega varðandi valaðgerðir. Við ályktum að tilkoma lyfja við sársjúkdómum hafl leitt til mikillar fækkunar valaðgerða vegna sársjúkdóma. Lækkandi tíðni bráðaaðgerða hjá yngsta aldurshópnum er hugsanlega árangur fyrirbyggjandi meðferðar með magalyfjum en aukin tíðni hjá elsta aldurshópnum tengist sennilega bæði meiri notkun BEYGL lyfja (bólgueyðandi gigtarlyf) og kynslóðaáhrifum.The use of drugs for the therapy of peptic ulcers in Iceland is 2-3 times greater than in other Nordic countries. The purpose of this study was to assess the effect of this usage on the incidence of elective and acute operations for peptic ulcer. The first H2-blocker was introduced in Iceland in 1976. Data was collected from all the four hospitals in Iceland where those operations were done for the years 1971-1989. The mean number of operations for peptic ulcer was calculated for 5 year periods and for the age groups 20-49, 50-69 and 70 years and older. Elective operations were 786 but the number decreased by 82% from the first to the last period. The acute operations for peptic ulcer were 503, 288 (57%) for perforations, 159 (32%) for hemorrhages and 56 (11%) for other incidences. While the overall incidence for acute operations remained unchanged there was a decrease among the youngest age group and an increase among the oldest age group. There was a decreasing time trend for the male/female ratio, especially for elective operations. Our conclusion is that the introduction of ulcer healing drugs has decreased the use of elective operations for peptic ulcer. The decreased incidence of acute operations among the youngest age group could be the result of treatment with ulcer healing drugs but the increased incidence among the oldest age group is probably due to a combination of more usage of NSAID s and an age cohort effect.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections