Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Sigurður EinarssonHelgi K. Sigurðsson
Sólveig D. Magnúsdóttir
Helga Erlendsdóttir
Haraldur Briem
Sigurður Guðmundsson
Issue Date
1994-01-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1994, 80(1):21-4Abstract
Chlamydia pneumoniae er nýlega uppgötvaður sýkill, og bendir flest til að hann sé algeng orsök loftvegasýkinga. Markmið þessarar athugunar var að kanna algengi hans á Íslandi. Rannsóknin var gerð á 1020 sermisýnum frá einstaklingum á aldrinum 10-99 ára. Sýnunum var deilt í hópa eftir aldri einstaklinga og tók hver hópur til 10 ára tímabils. IgG og IgM mótefni voru mæld með flúrskinsaðferð (micro-immunofluorescence). Jákvæð sýni voru þau talin þar sem IgG titer var 1/32 og IgM >1/16. Meðalalgengi (istaðalfrávik) IgG í aldurshópunum var 53±16% og vikmörk (range) 14-66%. Hvorki reyndist kynja- né árstíðamunur á algengi. Algengi IgG mótefna var lægst hjá börnum undir 10 ára aldri (p<0,001) en fór síðan stigvaxandi til sjötugs (P<0,005). Í fyrstu atrennu greindust IgM mótefni hjá 34 einstaklingum og voru flestir þeirra í elstu aldurshópunum. Eftir að þessi sýni höfðu verið meðhöndluð með IgG mótefni úr geitum til að fella út sértæk trufiandi IgG mótefni var ekkert sýni IgM jákVætt. Samkvæmt þessum niðurstöðum er algengi C. pneumoniae sýkinga hátt á Íslandi og svipað því er greinst hefur í nálægum löndum austan hafs og vestan. Nauðsynlegt er að gæta varúðar við túlkun jákvæðra prófa úr IgM mótefnamælingum hjá eldra fólki.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections