Sjálfsmatskvarði Conners-Wells fyrir unglinga : stöðlun og athugun á próffræðilegum eiginleikum
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2003
Metadata
Show full item recordCitation
Sálfræðiritið 2003, 8:83-92Abstract
Sjálfsmatskvarði Conners-Wells fyrir unglinga (Conners-Wells' Adolescent Self-Report Scale: Long Version) hefur reynst vel til að meta einkenni AMO (athyglisbrests með ofvirkni) og tengd hegðunar- og tilfinningavandkvæði á unglingsárum. Íslensk gerð kvarðans var stöðluð á úrtaki 871 íslenskra barna og unglinga á aldrinum 11 til 16 ára. Þátta- og atriðagreining studdu meginþætti kvarðans og voru áreiðanleikastuðlar á bilinu 0,79 til 0,90. Eldri nemendur skoruðu hærra á kvarðanum en yngri nemendur og drengir hærra en stúlkur. Drengir skoruðu hærra en stúlkur á undirkvörðum sem mældu ofvirkni, hegðunarvanda, hugrænan vanda/athyglisbrest og fjölskylduvanda en stúlkur skoruðu hærra en drengir á tilfinningalegum vanda. Tvær stúlkur uppfylltu greiningarviðmið fyrir AMO á grundvelli sjálfsmatskvarðans á móti hverjum þremur strákum. AMO-matskvarðinn (ADHD Rating Scale-IV) var notaður til að meta réttmæti sjálfsmatskvarðans en sjálfsmatskvarðinn felur undirkvarða AMO-matskvarðans í sér. Fylgni í mati kennara og nemenda á þeim kvörðum reyndist fullnægjandi.The Conners-Wells' Adolescent Self-Report Scale: Long version was standardized on a sample of 871 Icelandic students, 11 to 16 years of age. Principal-axis factoring revealed six factors comprising 44,8% of the variance. Item-analysis supported the principal factors of the scale and coefficient alphas ranged from .79 to .90. Older students scored highter than younger students on the scale and males scored higher than females on hyperactivity, conduct problems, cognitive problems and family problems. Females scored higher than males on emotional problems. Two girls met the critera for AD/HD based on the scale for every three boys. The correlation between teachers and students on symptoms of AD/HD was adequate. A higher percentage of students met the criteria for AD/HD based on the scale according to teachers than according to students.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sal.isCollections