Rauðkornarof í sermissýnum : könnun á tíðni þess og svöruðum niðurstöðum á kalíum
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2010-07-01
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit lífeindafræðinga 2010, 5(1):6-12Abstract
Inngangur: In vitro rauðkornarof (hemolysis) í sermissýnum er algengustu mistök í forgreiningarfasa (pre-analytical phase) heildar rannsóknarferlis. Helstu orsakir in vitro rauðkornarofs í sermissýnum eru þættir tengdir blóðsýnatöku, ófullkominni vinnslu og meðhöndlun blóðsýna. Tíðni in vitro rauðkornarofs í sermissýnum hefur reynst hæst í blóðsýnum sem tekin eru í gegnum innanbláæða holleggi (intravenous catheters) á slysa- og bráðadeildum. Vægt in vitro rauðkornarof í sermissýnum hefur ofast lítil eða engin áhrif á niðurstöður lífefnarannsókna í klínískri lífefnafræði. Sermissýni með óeðlilega miklu magni af rauðkornarofi (hemóglóbín ≥2 g/L) eru talin óhæf til mælinga á vel flestum lífefnum í klínískri lífefnafræði. Kalíum niðurstöðu á aldrei gefa út á óhæfu sýni. Markmið: Að kanna tíðni rauðkornarofs í sermissýnum á slysa- og bráðadeild (BrG2) Landspítalans í Fossvogi (LSH-Fv) og athuga hvernig niðurstöðum á kalíum í sermissýnum með rauðkornarof er svarað í FlexLab, tölvu- og upplýsingakerfi klínískrar lífefnafræðideildar. Efni og aðferðir: Tíðni rauðkornarofs var kannað í 540 og 641 blóðsýnum sem flest voru tekin í gegnum innanbláæða holleggi í 14 daga með sex mánaða millibili á BrG2 LSH-Fv (maí og desember 2008). Einnig voru skoðuð 444 blóðsýni, sem voru tekin á hefðbundinn hátt í mars 2009 á göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv. Rauðkornarof var metið sjónrænt í sermissýnum. Niðurstöður kalíums í sermissýnum með rauðkornarof voru athugaðar í FlexLab. Niðurstöður: Fjöldi sermissýna sem innihéldu sjáanlegt rauðkornarof í öllum sermissýnum var í maí, desember og mars í þeirri röð sem getið er 106 (19,6%), 70 (10,9%) og 2 (0,5%). Tölfræðilega marktækur munur var á tíðni rauðkornarofs í sermissýnum sem tekin voru á BrG2 og göngudeild klínískrar lífefnafræðideildar LSH-Fv (p <0,001) Heildarfjöldi sjúklingasýna sem talin voru óhæf til mælinga á kalíum vegna of mikils magns af rauðkornarofi í maí og desember var 82 (n =176) eða 46,6%. Heildarfjöldi sjúklingasýna með svaraðar niðurstöður á kalíum í sermissýnum með mikið rauðkornarof (hemóglóbín ≥2 g/L) í FlexLab var 20 (n = 82) eða 24,4%. Ályktun: Blóðsýnataka gegnum innanbláæða holleggi tengist marktækt meira rauðkornarofi í sermissýnum miðað við hefðbundna blóðsýnatöku. Kanna þarf hvaða lykilþættir það eru í blóðsýnatöku í gegnum innanbláæða holleggi á BrG2 sem valda rauðkornarofi í sermissýnum. Verklagsreglur um meðhöndlun sermissýna með rauðkornarof á klínískri lífefnafræðideild LSH-Fv þurfa að vera skýrari.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sigl.isCollections