Áhættuþættir slagæðasjúkdóma meðal karla : áhrif tóbaksreykinga og kólesteróls á blóðrennsli til ganglilma miðaldra karla
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1993-11-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1993, 79(9):359-65Abstract
The purpose of this study was to estimate the relative and independent effect of tobacco smoking and serum cholesterol levels on arterial blood flow to the lower extremities in middel aged men without clinical symptoms of arterial disease. Ninety two men 40 to 60 years of age participated in the study. Forty eight were non-smokers (38 with serum cholesterol <220 mg/dl and ten with cholesterol >270 mg/dl). Forty four were smokers (30 had serum cholesterol <220 mg/dl and 14 had cholesterol >270 mg/dl). The anckle-brachial blood pressure index was calculated as well as a Doppler recording of blood flow velocity in both femoral arteries before and after a light exercise. The results show a lower anckle/brachial index and increased blood flow velocity in the femoral arteries of smokers as compared to non-smokers. Tobacco smoking was found to have a greater effect than elevated serum cholesterol on the blood flow parameters in this study. The effect of smoking and elevated serum cholesterol is additive (p<0.0001). This is more evident following a light exercise. Smokers had a higher resting heart rate and blood pressure was higher at both rest and exercise as compared to non-smokers (p<0.05). This may reflect a lower exercise tolerance in smokers. Non-smokers with lower serum cholesterol tended to have a lower resting heart rate and blood pressure. This may reflect a healthier cardiovascular system.Tilgangur rannsóknarinnar var að meta óháð áhrif reykinga og kólesteróls á slagæðablóðflæði til ganglima hjá miðaldra karlmönnum sem töldust án einkenna slagæðasjúkdóms. Níutíu og tveir karlmenn án einkenna um slagæðasjúkdóm, á aldrinum 40-60 ára, mættu til rannsóknarinnar. Fjörutíu og átta þeirra reyktu ekki tóbak (38 höfðu kólesterólgildi undir 220 mg/dl og 10 yfir 270 mg/dl) og 44 voru reykingamenn (30 höfðu kólesterólgildi undir 220 mg/dl og 14 yfir 270 mg/dl). Reiknað var hlutfall blóðþrýstings, sem mældur var í ökkla og upphandlegg. Ennfremur var mældur hraði blóðrennslis í náraslagæðum fyrir og eftir létta áreynslu. Niðurstöður voru skoðaðar með tilliti til reykingavenja og blóðfitugilda og reynt að meta einstök áhrif þessara þátta. Reykingamenn reyndust hafa mun lægra ökkla/arms blóðþrýstingshlutfall og aukinn hraða á blóðrennsli í neðri útlimum strax eftir áreynslu samanborið við menn sem ekki reyktu. Tóbaksreykingar valda meiri truflun á blóðrennsli til ganglima en hátt kólesteról gerir. Þegar saman fara reykingar og hátt kólesteról eru skaðleg áhrif og truflun blóðrennslis aukin (p<0,0001). Þessi áhrif koma greinilega fram við áreynslu. Fram kemur hærri blóðþrýstingur og hraðari hjartsláttur reykingamanna bæði í hvíld og við áreynslu (p<0,05) sem gæti bent til skerts áreynsluþols. Þá má einnig greina hagstæð áhrif lágs blóðþrýstings, lágrar blóðfitu og lífs án reykinga (p<0,01).
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections